Aðalréttir · Pastaréttir · Svínakjöt

Pastaréttur með svínalund

Bloggletin hjá mér er í algjöru hámarki, ég er með haug af uppskriftum sem ég á eftir að setja inn og ætla að reyna að drífa inn á næstu vikum svona ef letin tekur ekki alveg yfirhöndina!  Ég gerði þennan rétt um daginn þegar pabbi var í stuttri heimsókn frá Íslandi um miðjan mánuðinn og… Halda áfram að lesa Pastaréttur með svínalund

Aðalréttir · Gerbakstur · Vegan

Pizzabotn

Þegar maður er búinn að finna uppskrift að heimalagaðri pizzu sem virkar fyrir mann þá sleppir maður ekki af henni hendinni svo glatt. Heimabökuð pizza er dásamlega góður matur, frábær leið til að elda saman og það besta er að allir geta fengið eitthvað við sitt hæfi. Þessa uppskrift er að finna í Bonniers kokbok. Pizzabotn… Halda áfram að lesa Pizzabotn

Aðalréttir · Hakkréttir

Mexíkóbaka með pepperóní

Ég prófaði nýja tegund af mexíkóböku um helgina (ég var örugglega búin að segja frá því áður að þetta virðist vera algengasti "kósýmaturinn" í Svíþjóð, allavega eru til þúsund uppskriftir af svona bökum hér.) Þessi rann sérstaklega ljúflega niður hjá bæði eiginmanni og börnum, þessir dálítið matvöndu drengir mínir gáfu henni toppeinkunn og þeir tóku… Halda áfram að lesa Mexíkóbaka með pepperóní

Aðalréttir · Kjúklingaréttir

Enchilada með kjúkling

Þessa uppskrift er að finna í Ostalist-bók sem er til heima hjá mömmu og pabba. Ég man óljóst eftir því þegar ég og Stína elduðum þetta saman fyrst, ég held jafnvel að það hafi verið þegar við bjuggum á Skagfirðingabrautinni ( semsagt fyrir mjög mörgum árum síðan). Í minningunni var þetta rosalega flókinn réttur að… Halda áfram að lesa Enchilada með kjúkling

Aðalréttir · Kjúklingaréttir

Kjúklingur með hvítlauk og sweet chilli sósu

Það er næstum orðið að sérstöku takmarki hjá mér að fara inn á matklubben og finna girnilega uppskriftir. Ég er búin að prófa nokkrar sem fá góða einkunn af notendum og mér finnst þær allar heppnast svo ótrúlega vel að það náttúrulega kallar á mann að finna fleiri. Eftirfarandi kjúklingauppskrift prófuðum við í síðustu viku… Halda áfram að lesa Kjúklingur með hvítlauk og sweet chilli sósu

Aðalréttir · Svínakjöt

Pulled pork í hægsuðupotti

Við gerum stundum "pulled pork" (tætt svínakjöt?) í hægsuðupottinum okkar en hef hins vegar aldrei komið nálægt þeirri eldamennsku og leyfi eiginmanninum alfarið að sjá um það. Hann tók vel í beiðni um að skrifa færslu um matreiðslu á þessum rétti sem öllum á heimilinu finnst mjög góður 🙂 Ath, það fylgja leiðbeiningar um hvernig… Halda áfram að lesa Pulled pork í hægsuðupotti

Svínakjöt

Svínalund í mango chutney-rjómasósu

"Binni eldar það sem Stína segir honum"-teymið var aftur að störfum í kvöld. Mér fannst uppskriftin af matklubben heppnast svo vel fyrir tveim vikum að ég ákvað að leita þangað aftur. Og hver stenst uppskrift sem er titluð: "Absolut bästa fläskfilén" ? Hún var allavega með toppeinkunn hjá þeim fjölmörgu Svíum sem virðast leggja leið… Halda áfram að lesa Svínalund í mango chutney-rjómasósu

Hakkréttir · Kartöflur

Smala-baka (Shepherd’s Pie)

Ég, eins og svo margir aðrir, á við það vandamál að etja að mér dettur aldrei neitt nýtt í hug til að elda. Ég nenni sjaldan að prufa eitthvað nýtt og fer ég alltaf í það að elda gömlu góðu réttina. Einn af þessu gömlu góðu er einmitt smala-baka eða shepherds pie á útlensku. Þetta… Halda áfram að lesa Smala-baka (Shepherd’s Pie)

Kjúklingaréttir

Kjúklingur með beikoni, hvítlauk og sýrðum rjóma

  Ég og Binni erum með ágætis verklag í gangi varðandi það að elda nýjan mat. Ég legst í uppskriftagúggl, finn nýjar uppskriftir og Binni eldar þær svo.  Mér finnst þetta vera algert win-win dæmi fyrir mig 😉 Þannig var það líka með laugardagsmatinn um helgina, eiginmaðurinn sá um framkvæmdinaa á þeirri máltíð eins og… Halda áfram að lesa Kjúklingur með beikoni, hvítlauk og sýrðum rjóma