Aðalréttir · Kjúklingaréttir

Kjúklingur með hvítlauk og sweet chilli sósu

Kjúklingaréttur með hvítlauk og sweet chilli sósu
Það er næstum orðið að sérstöku takmarki hjá mér að fara inn á matklubben og finna girnilega uppskriftir. Ég er búin að prófa nokkrar sem fá góða einkunn af notendum og mér finnst þær allar heppnast svo ótrúlega vel að það náttúrulega kallar á mann að finna fleiri. Eftirfarandi kjúklingauppskrift prófuðum við í síðustu viku og vorum mjög ánægð með. Binni var alveg sérstaklega hrifinn af henni en rétturinn hefur nokkuð taílensk bragð (sem vill svo til að er uppáháldið hans Binna) og svo spillti ekki fyrir að þetta var mjög fljótlegt og þægilegt svona á miðvikudagskvöldi. Get þ.a.l. alveg mælt með að prófa þennan til að bæta í kjúklingaréttasafnið 🙂


Kjúklingur með hvítlauk og sweet chilli sósu

Hráefni

4 kjúklingabringur
8 msk olía
6 hvítlauksgeirar
6 msk sweet chilli sósa
3 tsk rifinn ferskur engifer
2  rauðar paprikur, í bitum
300 g blaðlaukur, i sneiðum
3 dl matreiðslurjómi
Salt
Svartur pipar
paprikukrydd
Kjúklingakraftur, einn teningur.

Aðferð
Blandið saman olíu, mörðum hvítlauksrifum, chillisósu, engirferi, salt og pipar. Kjúklingurinn skorinn í bita og  maríneraður úr kryddolíunni í ca. 1 klst.

Kjúklingur steiktur á pönnu með maríneringunni.  Blaðlauki og papriku bætt út á pönnuna og svo olíu, hvítlauksrifjum, chilisósu, engifer, salt og pipar.

Rjóma bætt út á pönnuna, smakkað til með kraftinum og kryddi og látið malla í 6 – 7 mínútur. Borið fram með t.d. hrísgrjónum eða kartöflubátum og sallati.

Ein athugasemd á “Kjúklingur með hvítlauk og sweet chilli sósu

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s