Það er endalaust hægt að sækja sér innblástur í heimasíðu The pioneer woman. Kaffi er nauðsynlegt suma daga en ég er ekki sérstakur aðdáandi svarts kaffis. Ég vil hafa kaffið mitt með mjólk og þá er skemmtilegra að fá sér bara eitthvað fínt eins og Latte eða Cappuccino. Þegar ég sá ískaffi uppskrift hjá pæjó varð ég að prufa – frábær leið til að koma niður fullt (mjög erfitt að hemja sig þetta er svo gott ) af kaffi á ljúfengan máta 🙂
Kaffi
68 gr af fullristuðu kaffi
1 líter af vatni
Áhöld
Ílát með loki sem rúmar 1 L af vökva
Sigti
Viskastikki
Ískaffi
Kaffi
Klakar
Mjólk
Rjómi
Vanilludropar
Sykur (ég nota púðursykur)
Til að laga kaffið er 1 líter af vatni og kaffið sett í ílát, passa þarf að kaffið blandist vel saman við vatnið og engir kekkir séu eftir. Lokið sett á ílátið og sett í ískáp í a.m.k. 8 klukkutíma, má vera lengur. Þegar kaffið er búið að liggja í a.m.k. 8 klukkutíma er það sigtað. Best finnst mér að nota tauklút og sigti til að þetta gangi hraðar fyrir sig, einnig er hægt að nota kaffipoka og þar til gerða uppáhellinga kaffipoka-stand ( veit ekki hvað þetta heitir ).
Hvernig á að laga Ískaffi!
Fyllið glas af klökum, fylla glasið til hálfs af kaffi, jafnvel aðeins rúmlega það ef ykkur finnst kaffi mjög gott og viljið hafa smá kaffi bragð af kaffinu 😉
Næst er settur sykur ef þið viljið hafa slíkt. Mjólk er sett þar á eftir, ég persónulega nota feita mjólk og set smá slurk af rjóma líka, ekki alveg það hollasta ENNNNN þetta verður alveg guðdómlega gott. 2 dropar af vanilludropum setja svo puntinn yfir i-ið. Rör og voila ískaffið ykkar er tilbúið, núna er bara um að gera að setjast út í sólina (er ekki komið sumar annars!) eða bara setjast með sól í hjarta og sötra guðdómlega og síður en svo holla ískaffið.
Ps: Ef þið náið að hemja ykkur og klárið ekki allt kaffið þá má geyma það sem eftir er í ísskápnum.
Ískaffi
Kaffi
68 gr af fullristuðu kaffi
1 líter af vatni
Áhöld
Ílát með loki sem rúmar 1 L af vökva
Sigti
Viskastikki
Ískaffi
Kaffi
Klakar
Mjólk
Rjómi
Vanilludropar
Sykur (ég nota púðursykur)
Til að laga kaffið er 1 líter af vatni og kaffið sett í ílát, passa þarf að kaffið blandist vel saman við vatnið og engir kekkir séu eftir. Lokið sett á ílátið og sett í ískáp í a.m.k. 8 klukkutíma, má vera lengur.
Þegar kaffið er búið að liggja í a.m.k. 8 klukkutíma er það sigtað. Best finnst mér að nota tauklút og sigti til að þetta gangi hraðar fyrir sig, einnig er hægt að nota kaffipoka og þar til gerða uppáhellinga kaffipoka-stand ( veit ekki hvað þetta heitir ).
Hvernig á að laga Ískaffi!
Fyllið glas af klökum, fylla glasið til hálfs af kaffi, jafnvel aðeins rúmlega það ef ykkur finnst kaffi mjög gott og viljið hafa smá kaffi bragð af kaffinu 😉
Næst er settur sykur ef þið viljið hafa slíkt. Mjólk er sett þar á eftir, ég persónulega nota feita mjólk og set smá slurk af rjóma líka, ekki alveg það hollasta ENNNNN þetta verður alveg guðdómlega gott. 2 dropar af vanilludropum setja svo puntinn yfir i-ið. Rör og voila ískaffið ykkar er tilbúið, núna er bara um að gera að setjast út í sólina (er ekki komið sumar annars!) eða bara setjast með sól í hjarta og sötra guðdómlega og síður en svo holla ískaffið.
Ég hef prófað að gera þessa uppskrift (handa manninum mínum, drekk ekki kaffi) og notaði blöndu af sweetened condensed milk og pínu kaffirjóma slettu út í ískaffið. Þetta varð eiginlega rugl gott og ég hefði sennilega getað þambað fullt glas.. verandi þó mikill kaffihatari 😉
Það er örugglega mjög gott Helena 🙂 Verð að prufa það við tækifæri. Það er alveg hægt að leika sér endalaust með þessa uppskrift, einnig væri gaman að prufa að setja bragðbætt sýróp. Já eða líkjör ef maður er í þannig skapi 🙂