Pistasíumarsipankonfekt 50 gr pistasíuhnetur 150 gr gróft odense marsipan 2-3 tsk fínt rifin börkur af lime 4 msk lime safi Hvítt súkkulaði* (sjá neðan fyrir veganskt súkkulaði) Fínhakkið pistasíuhneturnar, takið svolítið af hnetum til hliðar. Hrærið saman marsipaninu, limesafanum, börkinum og hnetunum. Hrærið þar til öll innihaldsefnin eru vel blönduð saman. Mótið 32 kúlur eða litla drumba. Bræðið súkkulaðið yfir… Halda áfram að lesa Pistasíumarsipankonfekt
Tag: marsípan
Massaríkaka (Marsípankaka)
Hafiði einhvern tíman sé þáttinn “The Great British Bake Off”? Það er til sænsk eftirherma: “Hela Sverige Bakar” sem gengur út á að heimabakarar (semsagt ekki atvinnufólk) keppir í bakstri – ég á reyndar oft erfitt með að horfa á þetta því ég verð svo ótrúlega stressuð þegar ég sé hvað þau þurfa að baka… Halda áfram að lesa Massaríkaka (Marsípankaka)
Prinsesstårta
Eins og margir hafa væntanlega tekið eftir þá er ég óskaplega veik fyrir kanil og lakkrís. Það hefur kannski ekki farið jafn mikið fyrir því en þegar það kemur að marsipani þá bara á ég bara mjög erfitt með að hemja mig. Mér finst algerlega nauðsynlegt að fermingarveislur bjóði uppá kransaköku og rjómatertur með marsipani ofaná eru guðdómlegar.… Halda áfram að lesa Prinsesstårta
Páskakonfekt
Páska konfekt 40 möndlur 200 gr odense konfektmarsipan 200 gr suðusúkkulaði eða 70% súkkulaði skraut Ristið möndlurnar á pönnu. Þekið möndlurnar með marsipani (5 gr á hverja möndlu) og reynið að móta marsipanið eins og egg. Bræðið súkkulaðið og húðið marsipanmöndlurnar og skreytið að vild. Kælið í ískáp
Piparköku- og marsipantrufflur
Ég gerði þessar ljúffengu piparköku- og marsípantrufflur um daginn. Var ég nokkuð búin að segja ykkur að Svíar eru svoldið trylltir í allt piparköku-eitthvað þegar nær dregur jólum? Ég virðist hafa smitast allsvakalega af þessari veiki núna og gat ekki staðist þetta kombó, piparkökur og marsípan. Ég meina í alvöru talað – hvernig getur þetta… Halda áfram að lesa Piparköku- og marsipantrufflur
Marsipanlengja
Þessi uppskrift er stökkbreyting á einni af fyrstu uppskriftunum sem við settum hérna á bloggið 🙂 Kanillflétta var uppáhaldið mitt lengi vel. Þarsíðustu helgi ákvað ég að prufa að setja nýja fyllingu í hana, ég gerði reyndar 4 mismunandi fyllingar en mér fannst þessi bera af. Marsipanlengja 50 gr ferskt ger (1 pk þurrger = 15… Halda áfram að lesa Marsipanlengja
Marsípan- og sítrónusnúðar
Miðað við að ég gaf mér og systur minni einhvern tíman viðurnefnið 'snúðasystur' þá hef ég ekki verið sérlega dugleg að prófa nýjar snúðauppskriftir í vetur. Þá sem hér fylgir á eftir prófaði ég um páskana (sem skýrir gulu páskaliljurnar) - semsagt, enn ein uppskrift sem ég hafði ekki alveg tíma til að koma á… Halda áfram að lesa Marsípan- og sítrónusnúðar
Saffran-bollur (Lussekatter)
Þegar við fjölskyldan fluttum til Svíþjóð í fyrra skiptið smökkuðum við auðvitað hina margfrægu Lussu-ketti, þ.e. saffransbollur. Mér fannst þetta dálítið spes bakkelsi, svona til að vera alveg hreinskilin. En núna er ég alveg dottin á bólakaf í Lussu-pottinn, og að ég held öll fjölskyldan. Strákarnir fengu snúða með saffrani í haust og þá heyrðist… Halda áfram að lesa Saffran-bollur (Lussekatter)
Eplakaka með marsípani
Miðað við hversu hátt eplakökur standa á vinsældalistanum hjá mér og eiginmanninum þá er eiginlega með ólíkindum að ekki séu komnar fleiri uppskriftir hingað inn með eplum! Yfirleitt baka ég eplamylsnuböku þegar ég baka eplaeitthvað, sennilega því mér finnst það fljótlegt en um daginn bauð ég Binna að velja sér uppskrift úr Hembakat og þá… Halda áfram að lesa Eplakaka með marsípani
Sumarleg berjabaka með mascarpone
Það er orðið ansi langt síðan þessi baka var bökuð 🙂 Við minnumst hennar ennþá, það kemur alltaf glampi í augun á Halla þegar hún er nefnd. Ég ákvað að skella í þessa þegar eurovision var þar sem við barnafólkið treystum okkur ekki til að fara á keppnina sjálfa þó hún væri hér í næsta… Halda áfram að lesa Sumarleg berjabaka með mascarpone