Það er einhver ró í því fyrir mig að baka. Ég baka stundum bara til að baka. Þessar elskur urðu til um daginn afþví að ég bara þurfti að baka eitthvað. Ég tók þær svo með mér í vinnuna og ég held að stelpurnar þar hafi ekki haft neitt á móti því 😉 Karamellu-smjörkrem 110… Halda áfram að lesa Karamellu-smjörkrem
Tag: kaka
GULRÓTAR- OG GRASKERSKAKA MEÐ PEKANHNETUKURLI
Nýjasta tölublað sænska bakstursblaðins Hembakat lenti í póstkassanum í síðustu viku og þar kenndi aldeilis ýmissa girnilegra grasa, m.a. var heill þáttur um bakstur með graskerjum. Ekki beinlínis eitthvað sem mér hefði dottið í hug sjálfri en það er kannski ekkert svo skrítið, svona miðað við að maður notar oft gulrætur í bakstur. Ég ákvað… Halda áfram að lesa GULRÓTAR- OG GRASKERSKAKA MEÐ PEKANHNETUKURLI
AFMÆLISKAKA ÚR ELDHÚSI ELDHÚSSYSTRA
Okkur var boðið að vera með uppskrift í fréttablaðinu 🙂 Við ákváðum að slá til og deila með lesendum fréttablaðsins uppskrift að súkkulaðikökunni hennar mömmu. Ég er margoft búin að dásama þessa köku og hindberjasmjörkremið hérna á blogginu, meðal annars hér, hér og hér . 🙂 Uppskriftir Gott er að gera marengstoppana með smá fyrirvara Marengstoppar 3 dl sykur 4 eggjahvítur … Halda áfram að lesa AFMÆLISKAKA ÚR ELDHÚSI ELDHÚSSYSTRA
“Bántí” kaka
“Bántí” kaka 9 eggjahvítur 400 gr sykur 400 gr kókosmjöl Krem 300 gr suðusúkkulaði 100 gr smjör 6 stk eggjarauður 100 gr flórsykur Þeytið eggjahvíturnar þar til þær fara að mynda toppa. Bætið sykrinum útí í litlum skömmtum og þeytið þar til sykurinn er alveg uppleystur. Hrærið kókosmjölinu saman við, en hrærið eins lítið og þið komist upp með. Setjið… Halda áfram að lesa “Bántí” kaka
SÚPER EINFÖLD BERJAKAKA
Þessa köku rakst ég á í Hembakat. Ég var búin að bíða í nokkrar vikur eftir rétta tækifærinu til að baka hana, tækifærið kom þegar vinkona mín að sunnan kíkti við í kaffi. Það sem gerir þessa köku öðruvísi er að það þarft ekki hrærivél eða þeytara til að hræra hana saman, pískur eða sleif… Halda áfram að lesa SÚPER EINFÖLD BERJAKAKA
Peruterta
Peruterta er auðvitað klassíker á íslenskum kökuborðum en þessa bakaði ég síðasta sumar fyrir Simma vin minn þegar hann átti afmæli! Hægt er að nota hvaða svampbotn sem er í raun en ég er voða hrifin af botninum í Silvíuköku Peruterta Svampbotn 3 egg 3 dl sykur 1.5 dl vatn 3 dl hveiti 3 tsk lyftiduft Sykur og egg þeytt… Halda áfram að lesa Peruterta
Sjónvarpskaka
Áður en við fluttum til Svíþjóðar bakaði ég þessa köku reglulega. Halli er ekkert sérstaklega hrifinn af henni og eftir að við systurnar byrjuðum með þetta blogg var komin einhver voða pressa með að koma alltaf með eitthvað nýtt og því hætti ég að baka gömlu góðu uppskriftirnar. Þegar ég bakaði hana oft googlaði ég… Halda áfram að lesa Sjónvarpskaka
Kanilsnúða-kladdkaka
Eftir vinsældir sítrónukladdkökunnar hér á heimilinu langaði mig að prófa fleiri tegundir af þessari uppáháldsköku margra Svía. Fann eina sem öskraði á mig á hembakat, ég meina kanilsnúðakladdkaka? Af hverju hverju var ég ekki búin að prófa hana fyrr? Skil þetta bara ekki! Ég bakaði hana óvart aðeins of lengi, kladdkökur á alls ekki að baka í… Halda áfram að lesa Kanilsnúða-kladdkaka
Sítrónukladdkaka
Við fengum vini í mat um síðustu helgi og buðum upp á líbanskt meze-hlaðborð (meira um það seinna). Þar sem smáréttahlaðborðið tók frekar langan tíma í undirbúningi ákvað ég að hafa mjög fljótlegan eftirrétt og fann þá þessa girnilegu sítrónukladdköku á heimasíðu Hembakat. Eins og allar aðrar kladdkökur var hún svakalega fljótleg og aldrei þessu… Halda áfram að lesa Sítrónukladdkaka
Sítrónukaka
Við fjölskyldan skelltum okkur í stutta ferjusiglingu til Finnlands núna í vetrarleyfinu og áttum í gær nokkrar klukkustundir í þessari fallegu borg. Við komum svo aftur heim núna í morgun og vorum ansi þreytt, sum barnanna ákváðu nefnilega að fá hita í gærkveldi og það gerði það að verkum að svefninn í nótt var ekkert… Halda áfram að lesa Sítrónukaka