Muffins

Karamellu-smjörkrem

Það er einhver ró í því fyrir mig að baka. Ég baka stundum bara til að baka. Þessar elskur urðu til um daginn afþví að ég bara þurfti að baka eitthvað. Ég tók þær svo með mér í vinnuna og ég held að stelpurnar þar hafi ekki haft neitt á móti því 😉

Karamellu-smjörkrem

110 gr smjör við stofuhita

2-3 msk karamella

300 gr flórsykur

Mjólk til að þynna kremið ef þess þarf

Best er að búa til karamelluna með smá fyrirvara til að hún sé alveg örugglega kólnuð áður en hún er notuð.

Þeytið smjörið þar til það er létt og ljóst. Bætið karamellunni saman við og þeytið svolítið meira. Bætið flórsykrinum við í litlum skömmtum og þeytið vel á milli. Ef kremið er kornótt þá er ekki búið að þeyta það nóg. Það fer svolítið eftir karamellunni sem notuð er hvort það þurfi að þynna kremið með mjólk. Karamellan sem ég notaði var nokkuð þykk og því þurfti ég að nota svolítið af mjólk. Bætið mjólkinni út í smá saman, ef sprauta á kreminu á köku þá má kremið ekki vera of þykkt en ekki það þunnt heldur að það leki allt til. (Hérna er vídeó frá foodnetwork sem sýnir hvernig tékkað er á réttri þykkt kremsins.)

Bakið cupcakes að egin vali, ég notaði þessa uppskrift.

Skreytið kökur að vild 🙂 Ég notaði karamellu og saltflögur til að skreita með.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s