Þessar kökur vöktu lukku í skrímsla bingói hjá dóttur minn og bókstaflega flugu út. Þær eru skemmtilega öðruvísi og heilla unga kannski svolítið meira en aldna Það sem þarf í þessa uppskrift er: – Poki af hlaup-ormum– Súkkulaðimuffins – 4-6 Oreos – Glassúr Súkkulaðimöffins 2 bollar Kornax hveiti 1,5 tsk lyftiduft 0.5 tsk matarsódi 1 tsk salt 1.5 bolli sykur 200 gr smjör/smjörlíki 1… Halda áfram að lesa Súkkulaðimuffins með ormum og oreo
Tag: muffins
Muffins með rjómaosti og hindberjasultu
Enn ein uppskriftin úr Magnolíabókinni minni 🙂 Að þessu sinni prófaði ég þessa muffins uppskrift en þau reyndust ótrúlega djúsí – alveg greinilega að rjómaosturinn í þeim var að gera sitt 😉 Finnst reyndar fyndið að í bókinni stendur að þetta hafi verið vinsælasti morgunmaturinn sem þau buðu upp á í bakaríinu, ekki alveg það… Halda áfram að lesa Muffins með rjómaosti og hindberjasultu
Súkkulaði-cupcakes með sjúklegu súkkulaðikremi
Binni gaf mér fyrir löngu uppskrifta bók frá Magnolía bakaríinu í New York og ég hef áður birt uppskrift úr þeirri bók. Ég hef samt alls ekki verið nógu dugleg að nota hana sem er mjög skrítið því að allt sem ég baka upp úr henni heppnast ótrúlega vel. Í dag ákvað ég að prófa… Halda áfram að lesa Súkkulaði-cupcakes með sjúklegu súkkulaðikremi
Regnboga möffins
Ég sá þessa hugmynd að skreitingu á kökur fyrir löngu síðan á Pinterest. Þegar ég var að dunda mér einhvern daginn í hverfisversluninni minni hérna á Króknum rakst ég á svona regnbogahlaup. Ég er svolítið þannig að ég kaupi stundum svona án þess að hafa not fyrir það akkúrat þá stundina. Þegar hlaupið var búið… Halda áfram að lesa Regnboga möffins
Piparköku-cupcakes með kanilkremi
Stundum kemst ég í alveg ferlegt jólaskap alveg dálítið löngu áður en flestum finnst það í lagi. Um daginn kom einmitt yfir mig þessi svakalegi jólafílingur og áður en ég vissi af var ég búin að henda í þessar piparkökumuffins með kanilkremi. Þær sviku mig heldur ekki – virkilega góðar og ég get alveg mælt… Halda áfram að lesa Piparköku-cupcakes með kanilkremi
Epla-cupcake með púðursykurskremi
Það gerist ekkert rosalega oft að ég baki í miðri viku, en stundum fæ ég bara tryllt kreiving og þá þýðir ekkert að ætla að kaupa sér eitthvað út úr búð því mér finnst það aldrei jafn gott og það sem kona getur bakað sjálf. Í gærkvöldi var semsagt eitt af þessum kvöldum þar sem… Halda áfram að lesa Epla-cupcake með púðursykurskremi
Súkkulaðilakkrís-cupcakes með hindberjasmjörkremi
Eitt af því fáa í eigin bakstri sem ég fæ stundum virkileg "craving" í eru kökur með kremi. Því miður (eða kannski sem betur fer?) nenni ég ekkert sérstaklega oft að standa í slíkum bakstri, sennilega af því að maður verður að láta smjörkremskökur kólna alveg áður en maður getur hafist handa við að setja… Halda áfram að lesa Súkkulaðilakkrís-cupcakes með hindberjasmjörkremi
Súkkulaðikaka
Eins og svo ótal margt á þessari síðu er þessi uppskrift fengin frá mömmu 🙂 Hún hefur verið bökuð svo ótal oft að það er ekki hægt að hafa á því tölu. Hún hefur aldrei klikkað og er sérstaklega þægileg til að nota í að gera fígúrur fyrir afmæli og regnbogakökur. Ég hef einnig sett… Halda áfram að lesa Súkkulaðikaka
Hrekkjavaka 2013
Íslendingar eru aðeins farnir að potast við að halda uppá hrekkjavöku. "Hrekkjavaka er hátíðisdagur ættaður frá keltum þar sem hann hét upphaflega Samhain (borið fram sánj á gelísku). Þá voru færðar þakkir fyrir uppskeru sumarsinns og boðuð koma vetursins. Hrekkjavaka er haldin 31. október, kvöldið fyrir Allraheilagramessu. Hún nefnist á enskri tungu „Halloween“ sem er annar ritháttur fyrir „Hallowe’en“. Hallowe’en er svo stytting á nafninu „All Hallows’ Evening“… Halda áfram að lesa Hrekkjavaka 2013
Hindberja sítrónu muffins
Betri helmingurinn kláraði fyrsta árið í mastersnáminu í júní og í tilefni þess bauð hann bekknum sínum í grillpartí. Fullkomið tækifæri fyrir mig til að prufa einhverja létta og sumarlega uppskrift 😉 Þessa fann ég á einu af uppáhalds kökubloggunum mínum. Hún stóð alveg undir nafni og var mjög létt og sumarleg 🙂 Muffins 2… Halda áfram að lesa Hindberja sítrónu muffins