Annað · Kökur · Muffins

Hrekkjavaka 2013

IMG_3155a

Íslendingar eru aðeins farnir að potast við að halda uppá hrekkjavöku.

„Hrekkjavaka er hátíðisdagur ættaður frá keltum þar sem hann hét upphaflega Samhain (borið fram sánj á gelísku). Þá voru færðar þakkir fyrir uppskeru sumarsinns og boðuð koma vetursins.

Hrekkjavaka er haldin 31. október, kvöldið fyrir Allraheilagramessu. Hún nefnist á enskri tungu „Halloween“ sem er annar ritháttur fyrir „Hallowe’en“. Hallowe’en er svo stytting á nafninu „All Hallows’ Evening“ eða „All Hallows’ Eve“ sem er kvöldið 31. október, vakan fyrir Allraheilagramessu.“ Texti fenginn af wikipedia 

Hérna eru tvær einfaldar uppskriftir sem auðvelt er að skreita þannig að það passi í hrekkjavök partí. Súper einfaldar muffins með glassúr og rúlluterta með grænum matarlit.

Muffins
210 gr hveiti
1/2 tsk lyftiduft
1/4 tsk matarsóti
1/2 tsk salt
150 gr sykur
115 gr smjör bráðið
1 egg
60 gr súrmjólk
180 ml mjólk
2 tsk vanilludropar

Kveikið á ofninum á 175°C

Blandið saman í skál þurrefnunum fyrir utan sykurinn.

Bræðið smjörið, þegar það er bráðið er sykrinum blandað saman við smjörið og hrært þar til engir kekkir eru eftir. Kælið sykurblönduna í augnablik í kæli. Hrærið saman egginu, súrmjólkinni, mjólkinni og vanilludropunum. Hrærið saman smjörblöndunni og eggjablöndunni þar til hún er slétt og kekkjalaus.

Þurrefnum er hrært saman við smjörblönduna. Ég bætti við smá kökuskrauti í degið en það gerir degið aðeins líflegra.

Hellið deiginu í 12 muffins mót og bakið í 20 min.

IMG_3105

Á meðan kökurnar bakast er tilvalið að hræra saman glassúrnum.

Glassúr
200 gr flórsykur
1 eggjahvíta

Hráefnum hrært saman.

Smá hluti af glassúrnum tekinn frá og hrært saman við svartan matarlit.

IMG_3109

Þegar kökurnar eru kólnaðar er hvítur glassúr settur á kökurnar. Svartur glassúr settur í sprautu eða sprautupoka og „teiknaðir“ hringir á hvíta glassúrinn eins og á myndinni.

IMG_3110Tannstöngull settur í miðjuna og dregið að brúninni til að gera kóngulóarvefinn.

IMG_3113

IMG_3121

Upprunalegu rúllutertu uppskrifina má finna hérna

Rúlluterta

3 egg
2 dl sykur
2 dl hveiti
2 tsk lyftiduft
0.5 dl mjólk eða rjómi
Grænn matarlitur

Fylling

2 dl sulta

Kveikið á ofninum á 250°c

Egg og sykur þeytt saman þar til það er ljóst og létt, hveiti og lyftiduft hrært saman við (annað hvort með sleikju rólega eða á lægstu stillingu á hrætivélinni). Í lokin er vökvanum hrært saman við.

IMG_3124

Tertan er bökuð á bökunnarpappír, ég brýt uppá kantana á pökunnarpappírnum til að halda deginu örugglega á sínum stað. Ég sé í öðrum uppskriftum að það eru ekki allir sem gera það. Sumir hella bara deginu á pappírinn og dreyfa úr því í kassalaga form. Passa bara að hafa bökunarpappírinn á ofnskúfunni þar sem það er ekki hægt að færa pappírinn svo vel verði eftir að deigið er komið á hann.  Bakið í ca 5 min, best er að fylgjast vel með tertunni á meðan hún bakast þar sem það tekur örskamma stund fyrir hana að brenna við. Takið tertuna út og fjarlægið af ofnskúffuni. Hvolfið tertunni á annan bökunarpappír sem er búið að strá smá sykri yfir. Fjarlægið pappírinn sem tertan var bökuð á, ef hann er fastur við er gott að pensla pappírinn með köldu vatni.

IMG_3127

Smyrjið sultunni á tertuna og rúllið tertunni upp.

IMG_3128

Látið hana bíða í pappírnum á meðan hún kólnar.

ATH: mjög mikilvægt er að baka kökuna alls ekki of mikið því þá er ekki hægt að rúlla henni upp.

IMG_3103

Ég átti ekki til dót sem er í anda hrekkjavökunnar þannig að ég perlaði könguló.

IMG_3107

Hér má sjá litla litla, pínku litla eldhúsið mitt 🙂 Bara svona til að sýna ykkur vinnuaðstöðuna. Það er alveg smá draslaralegt þarna, sérstaklega þar sem ég er búin að vera að baka í 3-4 tíma þarna 🙂

IMG_3123

IMG_3160

IMG_3138

IMG_3145

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s