Aðventa · Íslensk klassík · Jól · Kökur

Brún lagkaka/randalína(v)

Brún lagkaka/randalína(Þessi uppskrift er stór, það má vel helminga hana, baka á tveimur ofnplötum, og skera hvorn kökubotn í tvennt til að búa til fjóra kökubotna. Sennilega mætti líka búa bara til fjórðung og baka á einni plötu ef því er að skipta og skipta þeim botni í fjóra jafna hluta :). Kökubotnar400 gr smjörlíki300… Halda áfram að lesa Brún lagkaka/randalína(v)

Aðventa · Íslensk klassík · Jól

Brún lagkaka / Randalína

Betra er seint en aldrei - við höfum í mörg ár ætlað að deila með ykkur fjölskylduuppskriftinni að brúnni lagköku og núna þegar ég var stödd í foreldrahúsunum á Sauðárkróki ákvað ég að grípa tækifærið. Ég bað hreinlega pabba að skella í lagköku svo ég gæti myndað uppskriftina - dálítið snemma að hans mati, og… Halda áfram að lesa Brún lagkaka / Randalína

Annað · Jól

Undirbúningur hafinn fyrir jólin

Við systur settumst niður og renndum yfir jólauppskriftirnar okkar í dag. Það er af nógu að taka en ennþá vantar nokkrar lykiluppskriftir frá barnæsku - eins og lagtertu og strassborgara! Væri gaman að bæta úr því fljótlega 😊 Eru einhverjar uppskriftir sem ykkur finnst vanta? Ekki hika við að óska eftir uppskriftum og við gerum… Halda áfram að lesa Undirbúningur hafinn fyrir jólin

Jól · Smákökur

Hafrakökur með smjörkremi

Ég er búin að vera ein heima um helgina með börnunum og fannst tilvalið að nota tímann (að hluta að minnsta kosti…) til að prófa eitthvað nýtt í bakstursdeildinni. Fyrir valinu urðu (m.a.) þessar seigmjúku hafrasmákökur með smjörkremi sem ég hef oft séð á vafri mínu um veraldarvefinn. Börnin urðu gjörsamlega sjúk í þær (kannski… Halda áfram að lesa Hafrakökur með smjörkremi

Kökur · Krem

AFMÆLISKAKA ÚR ELDHÚSI ELDHÚSSYSTRA

Okkur var boðið að vera með uppskrift í fréttablaðinu 🙂 Við ákváðum að slá til og deila með lesendum fréttablaðsins uppskrift að súkkulaðikökunni hennar mömmu. Ég er margoft búin að dásama þessa köku og hindberjasmjörkremið hérna á blogginu, meðal annars hér, hér og hér . 🙂  Uppskriftir Gott er að gera marengstoppana með smá fyrirvara  Marengstoppar  3 dl sykur 4 eggjahvítur … Halda áfram að lesa AFMÆLISKAKA ÚR ELDHÚSI ELDHÚSSYSTRA

Kökur · Muffins

Súkkulaði-cupcakes með sjúklegu súkkulaðikremi

Binni gaf mér fyrir löngu uppskrifta bók frá Magnolía bakaríinu í New York og ég hef áður birt uppskrift úr þeirri bók. Ég hef samt alls ekki verið nógu dugleg að nota hana sem er mjög skrítið því að allt sem ég baka upp úr henni heppnast ótrúlega vel. Í dag ákvað ég að prófa… Halda áfram að lesa Súkkulaði-cupcakes með sjúklegu súkkulaðikremi

Kökur

Halloween kaka með könguló

Íslendingafélagið í Stokkhólmi hélt snemmbúið Halloween-ball í gær og þar sem boðið var pálínuboð áttu allir að koma með eitthvað með sér í Halloween-stíl. Ég er nú ekki beinlínis þekkt fyrir að vera sérlega frumleg né hugmyndarík í kökuskreytingum en sem stjórnarkona í félaginu gat ég ekki annað en fylgt eigin skipunum og mætt með… Halda áfram að lesa Halloween kaka með könguló

Kökur · Muffins

Epla-cupcake með púðursykurskremi

Það gerist ekkert rosalega oft að ég baki í miðri viku, en stundum fæ ég bara tryllt kreiving og þá þýðir ekkert að ætla að kaupa sér eitthvað út úr búð því mér finnst það aldrei jafn gott og það sem kona getur bakað sjálf. Í gærkvöldi var semsagt eitt af þessum kvöldum þar sem… Halda áfram að lesa Epla-cupcake með púðursykurskremi

Kökur

Bananakaramellukaka með karamellusmjörkremi

Bloggið hefur aðeins þurft að sitja á hakanum núna í vor og sumarbyrjun, svona þegar ég var að berjast við að klára mastersritgerðina mína.  Ég held ég hafi ekki alveg áttað mig á því þegar ég ákvað að taka LL.M gráðu samhliða vinnu hversu mikil vinna það er (fullkomin afneitun er sennilega betri lýsing!), en… Halda áfram að lesa Bananakaramellukaka með karamellusmjörkremi