Kaka dagsins var borin fram á nýársdag á þessu heimili – ég geri alveg ótrúlega sjaldan marengs og fannst nýársdagur svo upplagt tilefni til að “tríta” fjölskylduna aðeins, en þó kannski aðallega sjálfa mig þar sem að mér finnst marengs alveg ótrúlega góður 🙂 Uppskriftin er fengin úr uppáháldstímaritinu mínu, Hembakat. Ég held að dulce de leche… Halda áfram að lesa PAVLOVA MEÐ DULCE DE LECHE OG FERSKUM ÁVÖXTUM
Tag: hindber
Mjólkurlaust Ris a la mande (v)
Eitt af því erfiðasta við að hætta að borða dýraafurðir er að jólamaturinn er næstum ekkert nema dýraafurðir. Ég er rosalega vanaföst eins og kannski hefur komið fram áður, þannig að það var ekki um neitt annað að velja nema að finna út hvernig ég gæti gert uppáhalds eftirréttinn minn vegan 🙂 Það tók ekki langan… Halda áfram að lesa Mjólkurlaust Ris a la mande (v)
AFMÆLISKAKA ÚR ELDHÚSI ELDHÚSSYSTRA
Okkur var boðið að vera með uppskrift í fréttablaðinu 🙂 Við ákváðum að slá til og deila með lesendum fréttablaðsins uppskrift að súkkulaðikökunni hennar mömmu. Ég er margoft búin að dásama þessa köku og hindberjasmjörkremið hérna á blogginu, meðal annars hér, hér og hér . 🙂 Uppskriftir Gott er að gera marengstoppana með smá fyrirvara Marengstoppar 3 dl sykur 4 eggjahvítur … Halda áfram að lesa AFMÆLISKAKA ÚR ELDHÚSI ELDHÚSSYSTRA
Muffins með rjómaosti og hindberjasultu
Enn ein uppskriftin úr Magnolíabókinni minni 🙂 Að þessu sinni prófaði ég þessa muffins uppskrift en þau reyndust ótrúlega djúsí – alveg greinilega að rjómaosturinn í þeim var að gera sitt 😉 Finnst reyndar fyndið að í bókinni stendur að þetta hafi verið vinsælasti morgunmaturinn sem þau buðu upp á í bakaríinu, ekki alveg það… Halda áfram að lesa Muffins með rjómaosti og hindberjasultu
Ostakökubrownie með hindberjum
Það er ekki alltaf einfalt að vera með bakstursblogg, þótt ég gjarnan myndi vilja borða allt sjálf sem ég baka þá gengur það magnsins vegna ekki alveg upp. Þess vegna býðst ég oft til að koma með “nesti” með mér þegar ég fer til sumra vina minna og þessi kaka var einmitt slíkt góðgæti.… Halda áfram að lesa Ostakökubrownie með hindberjum
Vatnsdeigsbollur
Það viðurkennist hér með að ég verð seint talin vera sérstakur snillingur í gerð vatnsdeigsbolla. Það hefur í gegnum árin verið aðeins hipsum haps hvort þær takast hjá mér eða ekki. Ég þoli ekki svona klúðursbakstur og þar sem ég var heima í gær með veiku barni ákvað ég að demba mér í baksturinn. Ég… Halda áfram að lesa Vatnsdeigsbollur
Sítrónu cupcakes með hindberjakremi
Sprautupokinn og stúturinn eru komin í hús 😀 Það eru litlu hlutirnir sem gera mig kjánalega mikið spennta 🙂 Ég varð að prufa og þetta var ást við fyrstu sprautun. Ég tek þessar með mér í vinnuna og byrja þannig vinnuhelgina með stæl. Sítrónu cupcake með Hindberjakremi 100 gr kornax hveiti 1 1/2 tsk lyftiduft 1/8… Halda áfram að lesa Sítrónu cupcakes með hindberjakremi
Hindberja ostakaka
Elskuleg tengdamóðir mín var í heimsókn hjá okkur 🙂 Ég gat ekki annað en skelt í eina ostaköku fyrst við vorum með gest. Við fjölskyldan erum að flytja heim til Íslands í sumar, Þetta er því síðasta kakan sem ég geri í pínulitla eldhúsinu mínu sem er næstum nógu lítið til að geta talist sýnishorn… Halda áfram að lesa Hindberja ostakaka
Fjögurra hæða rjómaterta!
Þessa köku sá ég framan á blaði sem heitir ALLT OM mat, Baka Special 🙂 Halli átti afmæli bráðum og þessi kaka yrði bökuð (meira fyrir mig en nokkurn annan). Ég var nú þegar búin að lofa honum tveim kökum þannig að þessi varð auka. Ég hafði takmarkaðan tíma þarna í kringum afmælið og… Halda áfram að lesa Fjögurra hæða rjómaterta!
Súkkulaðilakkrís-cupcakes með hindberjasmjörkremi
Eitt af því fáa í eigin bakstri sem ég fæ stundum virkileg "craving" í eru kökur með kremi. Því miður (eða kannski sem betur fer?) nenni ég ekkert sérstaklega oft að standa í slíkum bakstri, sennilega af því að maður verður að láta smjörkremskökur kólna alveg áður en maður getur hafist handa við að setja… Halda áfram að lesa Súkkulaðilakkrís-cupcakes með hindberjasmjörkremi