Uncategorized

PAVLOVA MEÐ DULCE DE LECHE OG FERSKUM ÁVÖXTUM

Kaka dagsins  var borin fram á nýársdag á þessu heimili – ég geri alveg ótrúlega sjaldan marengs og fannst nýársdagur svo upplagt tilefni til að “tríta” fjölskylduna aðeins, en þó kannski aðallega sjálfa mig þar sem að mér finnst marengs alveg ótrúlega góður 🙂 

Uppskriftin er fengin úr uppáháldstímaritinu mínu, Hembakat. Ég held að dulce de leche fáist víða á Íslandi í dag en ef þið finnið það ekki getið þið að sjálfsögðu bara notað karamellu (dulce de leche er niðursoðin mjólk sem er sykruð og er orðin að karamellu sökum langrar suðu). 

Fyrir þá sem ekki hafa bakað pavlovu áður er vert að nefna að það er EKKI gott að setja á kökuna löngu áður en hún er borin fram, það blotnar nefnilega mjög hratt upp í henni og hún hálf eyðilegst ef hún er látin standa með rjómanum á mjög lengi! 

Pavlova með dulche de leche 

Marengs 

6 eggjahvítur 
3,5 dl sykur 
2 tsk maízenamjöl 
1 tsk edik 

Ofan á marengsinn 

3 dl rjómi 
1,5 dl dulce de leche 
Fersk ber og ávextir eftir smekk 

Aðferð 

Ofninn stilltur á 175°c 

Þeytið eggjahvíturnar þar til alveg stífar. Bætið sykrinum saman við í litlum skömmtum og haldið áfram að þeyta þar til eggjahvíturnar eru farnar að glansa og eru alveg stífar. Bætið bæði maízenamjölinu og edikunu við og þeytið vel. 

Setjið bökunarpappír á ofnskúffu og myndið hring úr marengsinum, ca. 20 cm í þvermál. 

Bakið í neðri hluta ofnsins í 5 mínútur á 175°c, lækkið svo hitann í 125°c og bakið í 60 mín. Slökkvið þá á ofninum og látið marengsinn kólna inn í honum. 

Þegar þið eruð tilbúin að bera kökuna fram þeytið þá rjómann og setjið yfir marengsinn. Setjið dulche de leche yfir kökuna og skreytið að lokum með ferskum berjum. 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s