Kaka dagsins var borin fram á nýársdag á þessu heimili – ég geri alveg ótrúlega sjaldan marengs og fannst nýársdagur svo upplagt tilefni til að “tríta” fjölskylduna aðeins, en þó kannski aðallega sjálfa mig þar sem að mér finnst marengs alveg ótrúlega góður 🙂 Uppskriftin er fengin úr uppáháldstímaritinu mínu, Hembakat. Ég held að dulce de leche… Halda áfram að lesa PAVLOVA MEÐ DULCE DE LECHE OG FERSKUM ÁVÖXTUM
Tag: marengs
AFMÆLISKAKA ÚR ELDHÚSI ELDHÚSSYSTRA
Okkur var boðið að vera með uppskrift í fréttablaðinu 🙂 Við ákváðum að slá til og deila með lesendum fréttablaðsins uppskrift að súkkulaðikökunni hennar mömmu. Ég er margoft búin að dásama þessa köku og hindberjasmjörkremið hérna á blogginu, meðal annars hér, hér og hér . 🙂 Uppskriftir Gott er að gera marengstoppana með smá fyrirvara Marengstoppar 3 dl sykur 4 eggjahvítur … Halda áfram að lesa AFMÆLISKAKA ÚR ELDHÚSI ELDHÚSSYSTRA
Súkkulaðipavlova með mascarponerjóma
Ég fékk matreiðslubók frá frægum sænskum matarbloggara, Lindu Lomelino, í kveðjugjöf frá gömlu vinnunni um daginn. Bókin er stútfull af girnilegum uppskriftum og þegar ég hnaut um þessa pavlovu-uppskrift í bókinni þá vissi ég að þetta yrði fyrsta uppskriftin sem ég myndi prófa úr þeirri bók – hún bókstaflega öskraði í mig. Við fengum gesti… Halda áfram að lesa Súkkulaðipavlova með mascarponerjóma
Marengsdraugar
Hér gefur að líta litla sæta drauga. Hver vill ekki hafa nokkra svona krúttmola með sér í Halloween partíið 😉 Í þessari uppskrift er cream of tartar og er það í fyrsta skipti sem ég nota það. Ég hef séð það svo oft nefnt í amerískum uppskriftum að þegar ég sá það í verslun í… Halda áfram að lesa Marengsdraugar
Kókosbollu- og marengs-eftirréttur
Það var náttúrulega ekki hægt að bjóða fólki í grill og meððí hérna í Stokkhólmi á sjálfu Eurovision án þess að búa til einhverja hefðbundna, íslenska kaloríubombu sem eftirrétt. Þessa gamla, góða klassík varð fyrir valinu og klikkaði ekki frekar en fyrri daginn 🙂 (Skrollið neðst niður í færsluna fyrir útprentanlega útgáfu af eftirréttinum) … Halda áfram að lesa Kókosbollu- og marengs-eftirréttur
Valentínusar marengs
Valentínus er handan við hornið 🙂 Þessi marengs hjörtu eru skemmtileg leið til að koma einhverjum sérstökum á óvart 🙂 Mörgum þykir marengs góður einn og sér, aðrir vilja hafa rjóma með og þá helst þannig að marengsinn blotni svolítið. Hérna er um að gera að láta ímyndunaraflið ráða ferð og gera eitthvað skemmtilegt :)… Halda áfram að lesa Valentínusar marengs
Súkkulaðipavlovan hennar Nigellu með berjum
Jæja, þá er Tobba búin að skella inn áramótadessertinum sem hún bauð upp á og kannski ekki seinna vænna fyrir mig en að gera slíkt hið sama, ekki nema 17 dagar frá áramótum (hvert fer tíminn?)! Ég hef aldrei bakað pavlovu áður, ef ég á að vera alveg hreinskilin þá er ég hálf hrædd við… Halda áfram að lesa Súkkulaðipavlovan hennar Nigellu með berjum
Sörur
Kökur 200 gr möndlur, hakkaðar fínt 350 gr. flórsykur 3 eggjahvítur Eggjahvíturnar þeyttar saman við flórsykurinn þar til blandan er alveg stíf. Möndlum bætt út í og hrært eins lítið og þið komist upp með. Sett með tsk á plötu og bakað við 180°c í tíu mínútur. Mikilvægt er að kökurnar kólni alveg áður en farið… Halda áfram að lesa Sörur
Kurltoppar
Kurltoppar eru upprunnir frá Sauðárkróki (eins og við Eldhússystur), þeir unnu einhverja keppni fyrir mörgum árum og hafa farið sigurför um Ísland. Nú er svo komið að margir baka þessar kökur fyrir jólin og eru þær ómissandi á mínu heimili. Ég persónulega vil hafa þær mjúkar en ekki alveg harðar eins og þær verða stundum… Halda áfram að lesa Kurltoppar