Valentínus er handan við hornið 🙂 Þessi marengs hjörtu eru skemmtileg leið til að koma einhverjum sérstökum á óvart 🙂 Mörgum þykir marengs góður einn og sér, aðrir vilja hafa rjóma með og þá helst þannig að marengsinn blotni svolítið. Hérna er um að gera að láta ímyndunaraflið ráða ferð og gera eitthvað skemmtilegt 🙂
Marengs
3 eggjahvítur
2 dl sykur
rauður matarlitur
Hitið ofninn í 150°c.
Eggjavítur og sykur stífþeytt, rauðum matarlit blandað saman við með sleikju. Setjið eggjablönduna í sprautupoka og búið til hjörtu á bökunnarpappír. Bakið í 40 mínotur eða þar til marengsinn er orðinn þurr.
Ég þeytti rjóma, maukaði frosin jarðaber, blandaði saman og bætti við smá vanillusykri og flórsykri. Þetta setti ég ofaná marengshjarta, ég átti smá afgang af jarðaberja maukinu þannig að ég bætti smá dropa við. Marengs terta í einum munnbita 😉

