Jól · Smákökur

Piparkökur

Það er fátt jafn skemmtilegt að baka piparkökur og skreyta þær með börnunum 🙂 Við systurnar eigum margar minningar frá Skagfirðingabraut, heima á Sauðárkróki, þar sem við sátum með bróður okkar og mömmu og skreyttum heilt fjall af piparkökum. Eru jólin ekki akkúrat til þess að eiga góða stundir með vinum og fjölskyldu og búa til góðar… Halda áfram að lesa Piparkökur

Brauð og bollur · Gerbakstur

Pull-apart brauð með brúnuðu smjöri

Ég hef áður gefið uppskrift að pull-apart brauði á þessu bloggi en þegar ég fékk bókina hennar Lindu Lomelinu í hendurnar og sá þessa uppskrift með brúnuðu smjöri varð ég auðvitað alveg sjúk í að prófa, samsetningin var alveg augljóslega þannig að hún gat ekki klikkað 🙂 Uppskriftin er frekar löng en hún er alls ekki flókin og tekur… Halda áfram að lesa Pull-apart brauð með brúnuðu smjöri

Gerbakstur

Kanilsnúðastjarna

Ég nota uppáhalds kanilsnúðauppskrift okkar systra í þessa fallegu stjörnu (norskir kanilsnúðar). Ég hef einnig séð þessa sjörnu gerða með Nutella í staðinn fyrir smjörið og kanilsykurinn. Það er pottþétt ekki verra 😉 Ath: leiðbeiningar með myndum neðst í færslunni. Kanilsnúðastjarna 75 gr kalt smjör 3 dl mjólk 1 egg 37,5 gr ferskt ger (3,5 tsk eða… Halda áfram að lesa Kanilsnúðastjarna

Aðventa · Jól · Muffins

Piparköku-cupcakes með kanilkremi

Stundum kemst ég í alveg ferlegt jólaskap alveg dálítið löngu áður en flestum finnst það í lagi. Um daginn kom einmitt yfir mig þessi svakalegi jólafílingur og áður en ég vissi af var ég búin að henda í þessar piparkökumuffins með kanilkremi. Þær sviku mig heldur ekki – virkilega góðar og ég get alveg mælt… Halda áfram að lesa Piparköku-cupcakes með kanilkremi

Gerbakstur

Epla- og karamellusnúðar

Einu sinni þoldi ég ekki gerbakstur, hann misheppnaðist alltaf, deigið var of klístrað, of þurrt, hefaði sig ekki nóg eða bara ekki neitt og var almennt bara mjög misheppnaður hjá mér. Mamma gerir heimsins bestu kanilsnúða (ég get alveg viðurkennt að mínir verða aldrei alveg jafn góðir og hennar) og það fór svo í taugarnar… Halda áfram að lesa Epla- og karamellusnúðar

Kökur · Muffins

Epla-cupcake með púðursykurskremi

Það gerist ekkert rosalega oft að ég baki í miðri viku, en stundum fæ ég bara tryllt kreiving og þá þýðir ekkert að ætla að kaupa sér eitthvað út úr búð því mér finnst það aldrei jafn gott og það sem kona getur bakað sjálf. Í gærkvöldi var semsagt eitt af þessum kvöldum þar sem… Halda áfram að lesa Epla-cupcake með púðursykurskremi

Jól · Smákökur

Snickerdoodles (Kanilsmákökur)

Ég þjófstartaði jólabakstrinum daginn með þessum amerísku smákökum sem kallast Snickerdoodles (sem ég myndi segja að væri nánast óþýðanlegt á íslensku 🙂 ) Þetta eru reyndar held ég engar sérstakar jólasmákökur í Ameríku (eða það held ég a.m.k. ekki) þannig ég hljóp eflaust ekkert svo illilega á mig. Annars voru þetta næstum einu smákökurnar sem… Halda áfram að lesa Snickerdoodles (Kanilsmákökur)

Gerbakstur · Kökur · Smákökur

Kanelbullens dag

Í dag er dagur kanilsnúðsins í Svíþjóð en haldið hefur verið upp á hann allar götur síðan 1999. Tilgangurinn var annars vegar að upphefja hina miklu snúðahefð sem finnst í Svíþjóð en einnig að auka neyslu á geri, hveiti, sykri og smjörlíki (já, nei takk – við höldum okkur við smjör á þessu heimili). Ég… Halda áfram að lesa Kanelbullens dag