Brauð og bollur · Vegan

Vöfflurnar hennar mömmu (v)

Þessar vöfflur eru lausar við egg og mjólkurvörur, þær henta því sérstaklega vel fyrir einstaklinga sem eru með ofnæmi, óþol eða kjósa að borða ekki slíkt. Chiafræ henta vel sem egg replacer fyrir vöfflur, ég verð varla vör við fræin í vöfflunum eftir að búið er að baka þær. Vöfflurnar hennar mömmu (v) 5 dl… Halda áfram að lesa Vöfflurnar hennar mömmu (v)

Brauð og bollur · Gerbakstur

Pestó- og ostasnúðar

Ég hef örugglega sagt söguna af því hér áður þegar ég var vonlaus gerbakari – það misheppnaðist bókstaflega allt sem gat misheppnast þegar ger kom á e-n hátt við sögu hjá mér. Á endanum var þetta farið að fara svo í taugarnar á mér að ég ákvað hreinlega að ná tökum á gerbaksturslistinni og í… Halda áfram að lesa Pestó- og ostasnúðar

Brauð og bollur

Sunnudags súpubrauð 

Það er alls ekki oft sem ég rekst á uppskriftir sem innihalda rúg og þetta er kannski ekki beinlínis mjöl-tegund sem maður notar mikið, svona ef frá er talið rúgbrauð (sjá t.d. uppskrift hér að rúgbrauðinu hans pabba okkar).  Rúgur er aftur á móti rosalega trefjaríkur og því er alveg tilvalið að nota hann í brauð og þau… Halda áfram að lesa Sunnudags súpubrauð 

Brauð og bollur · Einfalt

Sænskir „plattar“

Uppskriftin sem ég deili með ykkur í dag er uppskrift sem mig hefur lengi langað til að prófa – eiginlega pönnukökur/klattar sem er velt upp úr sykri og borin fram með allskyns gúmmelaði eftir smekk. Bakaði þetta með morgunmatnum og varð ekki svikin, nammi namm. Vel þess virði til að prófa að rólegum helgarmorgni þegar… Halda áfram að lesa Sænskir „plattar“

Brauð og bollur · Gerbakstur

Pull-apart brauð með brúnuðu smjöri

Ég hef áður gefið uppskrift að pull-apart brauði á þessu bloggi en þegar ég fékk bókina hennar Lindu Lomelinu í hendurnar og sá þessa uppskrift með brúnuðu smjöri varð ég auðvitað alveg sjúk í að prófa, samsetningin var alveg augljóslega þannig að hún gat ekki klikkað 🙂 Uppskriftin er frekar löng en hún er alls ekki flókin og tekur… Halda áfram að lesa Pull-apart brauð með brúnuðu smjöri

Brauð og bollur · Eftirréttir

Vatnsdeigsbollur

Það viðurkennist hér með að ég verð seint talin vera sérstakur snillingur í gerð vatnsdeigsbolla. Það hefur í gegnum árin verið aðeins hipsum haps hvort þær takast hjá mér eða ekki. Ég þoli ekki svona klúðursbakstur og þar sem ég var heima í gær með veiku barni ákvað ég að demba mér í baksturinn. Ég… Halda áfram að lesa Vatnsdeigsbollur

Brauð og bollur · Gerbakstur · Vegan

Hvað er betra en nýbakað brauð

Ég er búin að baka þetta brauð nokkrum sinnum og ég verð alltaf jafn ánægð með það. Það hefur haldið sér vel en það klárast yfirleitt svo hratt að ég hef ekki tíma á því hvað það endist lengi. Næst á dagskrá verður að prufa einhverjar nýjungar eins og að að setja krydd eða fræ… Halda áfram að lesa Hvað er betra en nýbakað brauð

Brauð og bollur · Gerbakstur

Járnpotta-brauð

Þetta brauð bakaði ég fyrir jól. Það tekur alveg ferlega langan tíma og þetta er ekki brauð fyrir þá sem vilja baka brauð með litlu veseni.  Brauðið er þrátt fyrir vesenið (eða þökk sé því) mjög gott og er skorpan á því svona hörð og “kröntsí”. Þetta er fínt helgar verkefni 😉 Til að baka… Halda áfram að lesa Járnpotta-brauð