Brauð og bollur · Gerbakstur · Vegan

Hvað er betra en nýbakað brauð

Ég er búin að baka þetta brauð nokkrum sinnum og ég verð alltaf jafn ánægð með það. Það hefur haldið sér vel en það klárast yfirleitt svo hratt að ég hef ekki tíma á því hvað það endist lengi. Næst á dagskrá verður að prufa einhverjar nýjungar eins og að að setja krydd eða fræ í deigið 🙂

Brauðið góða
4 bollar (600 gr) Kornax brauðhveiti (blái pokinn)
1,5 bolli vatn (volgt)
1 tsk ger
1 tsk salt
1.5 msk olía
1/2 tsk saltflögur

Hnoðið saman hveiti, vatni, geri og salti þar til deigið sleppir hendi. Hnoðið deigið í kúlu og setjið í skál. Hyljið með röku viskastykki á hlýjum stað og látið hefast í 2-4 tíma.
Þegar deigið er búið að hefast er það hnoðað aftur til að ná úr því loftinu. Hyljið með viskastykki aftur og látið standa í 10 mínútur.
Smyrjið járnpott með olíu. Hnoðið deigið aftur í kúlu og leggið í miðjuna á pottinum. Setjið lokið á pottinn (takið hnappinn af lokinu ef hann er úr plasti) og látið deigið hefast í 30-60 mínútur.
Stillið ofninn á 230°c. Takið lokið af pottinum og smyrjið deigið með restinni af olíunni. Skerið rendur í brauðið, þetta er bara gert fyrir útlitið og vel hægt að sleppa. Sáldrið saltflögunum á brauðið og lokið pottinum.
Bakið brauðið í 30 mínútur, þegar tíminn er liðinn er lokið af pottinum tekið af og hitinn á ofninum lækkaður í 190°c. Bakið áfram þar til brauðið er orðið gyllt, tekur ca. 15-20 mínútur. Takið brauðið út og leyfið því að sitja í 15 mínútur til viðbótar.

Ein athugasemd á “Hvað er betra en nýbakað brauð

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s