Eftirréttir · Einfalt · Jól

Súkkulaðiís með kakómalti

Eins og hin uppskriftin að heimagerða ísnum sem ég gerði um helgina þá er þessi uppskrift frábærlega einföld, fljótleg og góð. Ég get ekki annað en mælt með því að þið prófið þessa uppskrift líka 🙂 Hráefni5 dl rjómi1 dós condensed milk (400 gr)1,5 dl kakómalt 1 tsk sjávarsaltAðferðLag 1 -  GrunnurÞeytið rjómann vel. Blandið… Halda áfram að lesa Súkkulaðiís með kakómalti

Uncategorized

PAVLOVA MEÐ DULCE DE LECHE OG FERSKUM ÁVÖXTUM

Kaka dagsins  var borin fram á nýársdag á þessu heimili – ég geri alveg ótrúlega sjaldan marengs og fannst nýársdagur svo upplagt tilefni til að “tríta” fjölskylduna aðeins, en þó kannski aðallega sjálfa mig þar sem að mér finnst marengs alveg ótrúlega góður 🙂  Uppskriftin er fengin úr uppáháldstímaritinu mínu, Hembakat. Ég held að dulce de leche… Halda áfram að lesa PAVLOVA MEÐ DULCE DE LECHE OG FERSKUM ÁVÖXTUM

Eftirréttir · Kökur

JARÐABERJATERTA MEÐ DULCE DE LECHE

Núna er jarðaberjaárstíminn alveg að bresta á í Svíþjóð. Reyndar var þetta kaldasta vor í Svíþjóð (og blautasta) í 200 ár þannig að menn hafa verulegar áhyggjur af jarðaberjauppskerunni þetta árið en næsta helgi er midsommar-hátíðin og þá standa jarðaberjatertur á meira og minna öllum borðum í Svíþjóð og þá eiga það helst að vera… Halda áfram að lesa JARÐABERJATERTA MEÐ DULCE DE LECHE

Kökur · Tertur

Prinsesstårta

Eins og margir hafa væntanlega tekið eftir þá er ég óskaplega veik fyrir kanil og lakkrís. Það hefur kannski ekki farið jafn mikið fyrir því en þegar það kemur að marsipani þá bara á ég bara mjög erfitt með að hemja mig. Mér finst algerlega nauðsynlegt að fermingarveislur bjóði uppá kransaköku og rjómatertur með marsipani ofaná eru guðdómlegar.… Halda áfram að lesa Prinsesstårta

Kökur · Muffins

Súkkulaði cupcake með hnetusmjörskremi

Eins og svo oft áður var ég að horfa á FoodNetwork og þar sá ég Inu Garten fjalla um uppáhalds súkkulaðiuppskriftirnar sínar. Hún var með einhverjar rosalega fínar súkkulaði-cupcakes með hnetusmjörkremi. Kökurnar sjálfar hentuðu ekki fyrir mig þar sem í þeim er sýrður rjómi. Sýrðan rjóma er ekki hægt að fá laktosa frían og ég… Halda áfram að lesa Súkkulaði cupcake með hnetusmjörskremi

Brauð og bollur · Eftirréttir

Vatnsdeigsbollur

Það viðurkennist hér með að ég verð seint talin vera sérstakur snillingur í gerð vatnsdeigsbolla. Það hefur í gegnum árin verið aðeins hipsum haps hvort þær takast hjá mér eða ekki. Ég þoli ekki svona klúðursbakstur og þar sem ég var heima í gær með veiku barni ákvað ég að demba mér í baksturinn. Ég… Halda áfram að lesa Vatnsdeigsbollur

Kökur

Valentínusarrúlluterta

Það tilheyrir að koma með einhverja köku sem heiðrar valentínusardaginn 🙂 Þessa er tilvalið að bjóða uppá ef það koma gestir í kaffi eða ef þið eruð að vinna og viljið gleðja vinnufélagana.  Það er ansi langt síðan ég sá svona skreytta rúllutertu í tímaritinu Hembakat og heillaði þetta mig strax. Það er auðvitað hægt… Halda áfram að lesa Valentínusarrúlluterta

Eftirréttir · Kökur

Súkkulaðipavlova með mascarponerjóma

Ég fékk matreiðslubók frá frægum sænskum matarbloggara, Lindu Lomelino, í kveðjugjöf frá gömlu vinnunni um daginn. Bókin er stútfull af girnilegum uppskriftum og þegar ég hnaut um þessa pavlovu-uppskrift í bókinni þá vissi ég að þetta yrði fyrsta uppskriftin sem ég myndi prófa úr þeirri bók – hún bókstaflega öskraði í mig. Við fengum gesti… Halda áfram að lesa Súkkulaðipavlova með mascarponerjóma

Kökur

Lakkrísterta með sterkum djúpum

Ég fann uppskriftina að þessari lakkrístertu í tímaritinu Hembakat síðasta sumar. Strákurinn sem bjó hana til vann e-s konar lakkrís-bökunarkeppni með þessi framlagi og mér fannst svo merkilegt að hann notaði sterkar djúpur í hana, það er ekki beint eins og hvorki djúpur né sterkar djúpur sé á hverju strái í Svíþjóð. Þær fást þó… Halda áfram að lesa Lakkrísterta með sterkum djúpum

Drykkir · Jól

Heitt Súkkulaði

Heitt Súkkulaði 150 gr konsum súkkulaði 1 L nýmjólk salt á hnífsoddi 250 ml rjómi (þeyttur) Aðferð Hitið mjólkina á miðlungs hita. Þegar hún er orðin volg er saltinu og súkkulaðinu bætt út í í bitum. Hrærið reglulega í mjólkinni, ekki fara frá henni því mjólk er enga stund að sjóða uppúr. Hitið súkkulaðið að… Halda áfram að lesa Heitt Súkkulaði