Brauð og bollur · Einfalt

Vöfflurnar hennar mömmu

 

Þegar ég fékk vöfflujárn gefins fyrir löngu síðan var ég stundum að brasa við að nota vöfflumix úr pakka sem einhvern vegin misheppnuðist alltaf, vöfflurnar voru aldrei nógu góðar, festust við járnið og ég var óánægð með þær. Fékk að lokum mömmu uppskrift og hef haldið mig við hana síðan enda hefur hún aldrei klikkað (nema um daginn þegar ég notaði olíu í staðin fyrir smjörið því ég átti það ekki til, en við skulum ekki tala meira um þann óskapnað!).

Allavega, ég nota aldrei neina aðra uppskrift en þessa þegar ég baka vöfflur (sem gerist alveg þónokkuð oft á þessu heimili), allavega þegar ég er að baka venjulegar, íslenskar vöfflur. Samkvæmt mömmu hvílir engin sérstök leynd yfir uppskriftinni, hún er fengin úr Hústjórnarskólanum (í Reykjavík held ég örugglega) og hefur reynst okkur í fjölskyldunni frábærlega í einhverja áratugi 🙂 Ég baka aldrei minna en 2-falda uppskrift, við erum sennilega óhóflega gráðug en svo finnst okkur líka mjög gott að setja vöfflurnar í brauðrist daginn eftir og halda áfram að njóta þeirra þannig 🙂

(og ef þið eruð að furða ykkur á sírópsflöskunni þarna á miðri mynd, þá kem ég er úr einhverri stórundarlegri fjölskyldu þar sem það er til siðs að nota venjulegt síróp út á vöfflur 😉 )


IMG_1249

Vöfflurnar hennar mömmu

5 dl hveiti
4 tsk lyftiduft
4 msk sykur
6 msk smjör, brætt
2 egg
3,75 dl mjólk
salt, sítrónudropar

Þurrefnin hrærð saman. Dálítið af mjólkinni hrært út í , því næst smjörið, síðan eggin hrærð saman við og að lokum afgangurinn af mjólkinni.

4 athugasemdir á “Vöfflurnar hennar mömmu

    1. Hæ Katrín!

      Ég veit að þetta eru verstu leiðbeiningar í heimi en ég set alltaf bara „smá“ af hvoru 😀

      En ef ég ætti að setja það í eitthvað magn myndi ég segja svona 1/4 úr tsk af salti og svipað af sítrónudropum 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s