Eftirréttir · Kökur

Sítrónubitar

Ég rakst á þessa sítrónubita á renneríi mínu um veraldarvefinn um daginn, þeir eru víst að gera dúndrandi hluti á sumum spjallborðum á internetinu 😀 Maðurinn minn elskar öll sætindi með sítrónum í og fannst þetta bakkelsi alveg geggjað - börnunum mínum fannst þetta aðeins of súrt. Ég held það mætti auðveldlega minnka talsvert sykurinn… Halda áfram að lesa Sítrónubitar

Jól · Smákökur

Mjúkar súkkulaðibitakökur

Eftir síðustu færslu fékk ég sérstaka beiðni um að deila uppskriftinni að "einhverri albestu súkkulaðismákökuuppskrift sem ég hef smakkað" sem ég minntist á og ég ákvað að drífa í að birta hana áður en þetta gleymdist. Uppskriftin kemur eins og hin úr Sally's cookie addiction og ég lofa því að hún er fáránleg góð :)… Halda áfram að lesa Mjúkar súkkulaðibitakökur

Jól · Smákökur

Súkkulaðismákökur (Chocolate crinkles)

Þetta eru sennilega fallegustu smákökur sem ég hef bakað og ótrúlega jólalegar. Það er mikill sykur í þeim og ég minnkaði magnið aðeins frá því sem er í uppskriftinni að neðan, eflaust mætti minnka það enn meira. Að lokum mæli ég með því að kökurnar séu bakaðar minna en meira, þá verða þær mjúkseigar (chewy)… Halda áfram að lesa Súkkulaðismákökur (Chocolate crinkles)

Jól · Smákökur

Engifersmákökur

Þessar smákökur eiga samkvæmt uppskriftinni að vera mun dekkri en þær urðu hjá mér. Sennilega er ástæðan sú að ég fann ekki melassa og notaði þ.a.l. dökkt sýróp. Varð frekar pirruð fyrir vikið en Binna og strákunum fannst þær svo frábærlega góðar að ég gat ekki annað en deilt þeim með ykkur 🙂  Engifersmákökur  Gerir… Halda áfram að lesa Engifersmákökur

Jól · Smákökur

Hafrakökur með smjörkremi

Ég er búin að vera ein heima um helgina með börnunum og fannst tilvalið að nota tímann (að hluta að minnsta kosti…) til að prófa eitthvað nýtt í bakstursdeildinni. Fyrir valinu urðu (m.a.) þessar seigmjúku hafrasmákökur með smjörkremi sem ég hef oft séð á vafri mínu um veraldarvefinn. Börnin urðu gjörsamlega sjúk í þær (kannski… Halda áfram að lesa Hafrakökur með smjörkremi

Kökur · Muffins

Súkkulaði-cupcakes með sjúklegu súkkulaðikremi

Binni gaf mér fyrir löngu uppskrifta bók frá Magnolía bakaríinu í New York og ég hef áður birt uppskrift úr þeirri bók. Ég hef samt alls ekki verið nógu dugleg að nota hana sem er mjög skrítið því að allt sem ég baka upp úr henni heppnast ótrúlega vel. Í dag ákvað ég að prófa… Halda áfram að lesa Súkkulaði-cupcakes með sjúklegu súkkulaðikremi

Eftirréttir · Kökur

Ostakökubrownie með hindberjum

  Það er ekki alltaf einfalt að vera með bakstursblogg, þótt ég gjarnan myndi vilja borða allt sjálf sem ég baka þá gengur það magnsins vegna ekki alveg upp. Þess vegna býðst ég oft til að koma með “nesti” með mér þegar ég fer til sumra vina minna og þessi kaka var einmitt slíkt góðgæti.… Halda áfram að lesa Ostakökubrownie með hindberjum

Kökur · Muffins

Súkkulaði cupcake með hnetusmjörskremi

Eins og svo oft áður var ég að horfa á FoodNetwork og þar sá ég Inu Garten fjalla um uppáhalds súkkulaðiuppskriftirnar sínar. Hún var með einhverjar rosalega fínar súkkulaði-cupcakes með hnetusmjörkremi. Kökurnar sjálfar hentuðu ekki fyrir mig þar sem í þeim er sýrður rjómi. Sýrðan rjóma er ekki hægt að fá laktosa frían og ég… Halda áfram að lesa Súkkulaði cupcake með hnetusmjörskremi

Jól · Konfekt

Rocky Road sælgæti

Síðustu ár hef ég orðið vör við að nammi sem kallast “Rocky Road” er gríðarlega vinsælt hér í Svíþjóð, sérstaklega fyrir jólin. Maður sér þetta líka í ýmsum útfærslum, rocky road ís, rocky road kladdkökur og þar fram eftir götunum. Núna ákvað ég loksins að prófa að búa þetta sælgæti, maður verður að reyna fylgja… Halda áfram að lesa Rocky Road sælgæti