Jól · Smákökur

Pekanhnetubitar

Ég bakaði pekahnetubita fyrir jólin fyrir einhverjum árum síðan og fannst þeir alveg ótrúlega góðir. Pecan pie getur verið ansi þungt og mikið og þess vegna eru þessir litlu bitar alveg ótrúlega sniðugir, hægt að skera í litla bita og njóta þannig (að vísu hef ég smá tilhneiginu til að borða fleiri en einn og fleiri en tvo af þeim í einu en það er önnur saga sem við skulum láta ósagða hér…

 

Pekanhnetubitar

Botn
375 g Kornax hveiti
100 g sykur
1/2 tsk salt
225 g smjör

Fylling
4 egg
350 ml ljóst síróp
150 gr púðursykur
150 gr sykur
50 gr smjör, brætt
1,5 tsk vanilludropar
270 gr pekanhnetur, saxaðar

Aðferð
Stillið ofninn á 175 c. Smyrjið ofnskúffu að innan, 25 x 40 cm stóra u.þ.b.
Blandið saman hveitinu, sykrinum og saltinu. Skerið smjörið í litla bita og myljið það saman við hveitiblönduna, þar til blandan er orðin að fíngerðum mulningi. Setjið í ofnskúffuna og þrýstið vel ofan í hana. Bakið í 20 mínútur.
Meðan botninn bakast, búið þá til fyllinguna. Blandið vel saman eggjunum, sírópinu, sykrinum, smjörinu og vanilludropunum. Hrærið pekanhnetunum saman við. Þegar botninn er tilbúinn setjið þá fyllinguna ofan á og dreifið vel úr henni. Setjið aftur í ofninn og og bakið í 25 mínútur eða þar til fyllingin er orðin stinn. Látið kólna alveg áður en bakan er skorin niður í litla bita.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s