Eftirréttir · Einfalt · Jól

Súkkulaðiís með kakómalti

Eins og hin uppskriftin að heimagerða ísnum sem ég gerði um helgina þá er þessi uppskrift frábærlega einföld, fljótleg og góð. Ég get ekki annað en mælt með því að þið prófið þessa uppskrift líka 🙂 Hráefni5 dl rjómi1 dós condensed milk (400 gr)1,5 dl kakómalt 1 tsk sjávarsaltAðferðLag 1 -  GrunnurÞeytið rjómann vel. Blandið… Halda áfram að lesa Súkkulaðiís með kakómalti

Aðventa · Íslensk klassík · Jól · Kökur

Brún lagkaka/randalína(v)

Brún lagkaka/randalína(Þessi uppskrift er stór, það má vel helminga hana, baka á tveimur ofnplötum, og skera hvorn kökubotn í tvennt til að búa til fjóra kökubotna. Sennilega mætti líka búa bara til fjórðung og baka á einni plötu ef því er að skipta og skipta þeim botni í fjóra jafna hluta :). Kökubotnar400 gr smjörlíki300… Halda áfram að lesa Brún lagkaka/randalína(v)

Eftirréttir · Einfalt · Jól

Heimagerður ís (ótrúlega einfaldur og fljótlegur)

Ég greinilega missti alveg af aðaltrendinu í heimagerðum ís í Svíþjóð hér um árið - ég var að leita að uppskrift að daimís um helgina og fann þá þessa uppskrift á öðru hverju bloggi. Og ekki skrítið þar sem ísinn reyndist vera góður og fáránlega einfaldur og fljótlegur. Mæli eindregið með :DHeimagerður daím-ís5 dl rjómi400… Halda áfram að lesa Heimagerður ís (ótrúlega einfaldur og fljótlegur)

Aðventa · Íslensk klassík · Jól

Brún lagkaka / Randalína

Betra er seint en aldrei - við höfum í mörg ár ætlað að deila með ykkur fjölskylduuppskriftinni að brúnni lagköku og núna þegar ég var stödd í foreldrahúsunum á Sauðárkróki ákvað ég að grípa tækifærið. Ég bað hreinlega pabba að skella í lagköku svo ég gæti myndað uppskriftina - dálítið snemma að hans mati, og… Halda áfram að lesa Brún lagkaka / Randalína

Annað · Jól

Undirbúningur hafinn fyrir jólin

Við systur settumst niður og renndum yfir jólauppskriftirnar okkar í dag. Það er af nógu að taka en ennþá vantar nokkrar lykiluppskriftir frá barnæsku - eins og lagtertu og strassborgara! Væri gaman að bæta úr því fljótlega 😊 Eru einhverjar uppskriftir sem ykkur finnst vanta? Ekki hika við að óska eftir uppskriftum og við gerum… Halda áfram að lesa Undirbúningur hafinn fyrir jólin

Aðventa · Jól · Kökur

Piparkökukladdkaka

Í gær (7. nóvember) var hinn árlegi dagur kladdkökunnar í Svíþjóð. Kladdkökur eru sennilega eitthvað vinsælasta bakkelsi Svíþjóðar, á sænskum matar- og bakstursbloggum eru t.d. yfirleitt tugir mismunandi uppskrifta að þessu góðgæti og ástæðan er einföld; fyrir utan að vera æðislega góðar að þá eru þær ótrúlega einfaldar í bakstri og mjög fljótlegar (fyrir utan… Halda áfram að lesa Piparkökukladdkaka

Annað · Vegan

Egg replacement

Þegar einstaklingar geta ekki vegna ofnæmis, eða vilja ekki borða egg þá þarf að finna staðgengil eggja fyrir margar baksturs uppskriftir. Í þessari færslu verður rætt um hvaða möguleikar standa til boða sem "egg replacer". Aquafab Aquafab er vökvinn sem er í kjúklingabaunadósinni. Aquafab er nota í stað eggja í uppskriftum. Þessi vökvi er mest… Halda áfram að lesa Egg replacement

Brauð og bollur · Vegan

Vöfflurnar hennar mömmu (v)

Þessar vöfflur eru lausar við egg og mjólkurvörur, þær henta því sérstaklega vel fyrir einstaklinga sem eru með ofnæmi, óþol eða kjósa að borða ekki slíkt. Chiafræ henta vel sem egg replacer fyrir vöfflur, ég verð varla vör við fræin í vöfflunum eftir að búið er að baka þær. Vöfflurnar hennar mömmu (v) 5 dl… Halda áfram að lesa Vöfflurnar hennar mömmu (v)

Eftirréttir · Kökur

Sítrónubitar

Ég rakst á þessa sítrónubita á renneríi mínu um veraldarvefinn um daginn, þeir eru víst að gera dúndrandi hluti á sumum spjallborðum á internetinu 😀 Maðurinn minn elskar öll sætindi með sítrónum í og fannst þetta bakkelsi alveg geggjað - börnunum mínum fannst þetta aðeins of súrt. Ég held það mætti auðveldlega minnka talsvert sykurinn… Halda áfram að lesa Sítrónubitar

Annað

Geocaching – Stuttur Leiðarvísir –

Við fjölskyldan höfum í mörg ár dundað okkur við að finna geocaching. Oft hef ég sett inn myndir af því þegar við erum að hafast að við þetta og undantekningalaust fæ ég spurningar frá vinum og vandamönnum um hvað þetta eiginlega snúist um. Ég hef oft velt því fyrir mér að gera stutta bloggfærslu til… Halda áfram að lesa Geocaching – Stuttur Leiðarvísir –