Eftirréttir · Einfalt · Jól

Heimagerður ís (ótrúlega einfaldur og fljótlegur)

Ég greinilega missti alveg af aðaltrendinu í heimagerðum ís í Svíþjóð hér um árið – ég var að leita að uppskrift að daimís um helgina og fann þá þessa uppskrift á öðru hverju bloggi. Og ekki skrítið þar sem ísinn reyndist vera góður og fáránlega einfaldur og fljótlegur. Mæli eindregið með 😀

Heimagerður daím-ís

5 dl rjómi
400 ml condensed milk (fæst t.d. í Nettó, Krónunni og Fjarðarkaup)
2 tvöföld daimsúkkulaðistykki

Þeytið rjómann vel. Blandið rjómanum vel saman við condensed milk. Hakkið daimið í litla bita. Hrærið 2/3 af súkkulaðinu saman við rjómablönduna. Klæðið hringlaga form með plastfilmu. Setjið blönduna í formið og stráið restinni af daiminu yfir. Frystið í minnst 6 tíma. Ef ísinn er orðinn gegnumfrosinn þarf að gefa honum smá tíma til að þiðna aðeins áður en hann er borinn fram 🙂

Ein athugasemd á “Heimagerður ís (ótrúlega einfaldur og fljótlegur)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s