Aðventa · Íslensk klassík · Jól

Brún lagkaka / Randalína

Betra er seint en aldrei – við höfum í mörg ár ætlað að deila með ykkur fjölskylduuppskriftinni að brúnni lagköku og núna þegar ég var stödd í foreldrahúsunum á Sauðárkróki ákvað ég að grípa tækifærið. Ég bað hreinlega pabba að skella í lagköku svo ég gæti myndað uppskriftina – dálítið snemma að hans mati, og auðvitað varð hann við því 🙂

Brún lagkaka/randalína
(Þessi uppskrift er stór, það má vel helminga hana, baka á tveimur ofnplötum, og skera hvorn kökubotn í tvennt til að búa til fjóra kökubotna. Sennilega mætti líka búa bara til fjórðung og baka á einni plötu ef því er að skipta og skipta þeim botni í fjóra jafna hluta :).

Kökubotnar
400 gr smjör/smjörlíki
300 gr sykur
3 egg
400 gr síróp
1 kg hveiti
3 tsk hjartarsalt
1 tsk negull
1 tsk kanill
1 tsk engifer
3 msk kakó

Smjörkrem
1 kg flórsykur
500 gr smjör, við stofuhita.
4 eggjarauður (má sleppa en setjið þá t.d. síróp eða mjólk í staðin til að þynna út).
1 tsk vanilludropar

1. Kökubotnar: Öllum hráefnum hrært saman í hrærivél þar til úr verður þykkt deig.
2. Deiginu skipt í 4 jafna hluta og hver hluti flattur út á bökunarpappír (sem er jafnstór og ofnskúffan sem kakan er bökuð í). Sjá mynd að neðan. Best er að setja deigið á bökunarpappír og fletja það út/dreifa vel úr því með höndunum til að byrja með. Svo er annar bökunarpappír settur ofan á og deigið flatt út með kökukefli til að ná því jöfnu og sléttu.
3. Hver hluti deigsins bakaður við 175°c (á undir og yfirhita, ekki blæstri) í ca. 10 mínútur, neðst í ofninum. Látið botnana kólna vel.
4. Krem: Flórsykri og smjöri hrært vel saman. Eggjarauðunum bætt út í einni í einu og allt hrært vel þar til kremið er slétt.
5. Kakan sett saman: Kreminu skipt í þrjá jafna hluta og smurt á kökubotnana, sem er staflað saman – einn á eftir öðrum með kremi á milli. Endið á kökubotni. Kantarnir eru skornir af og kakan er svo skorin ca 8 jafna bita (smekksatriði). Til að mýkja kökuna aðeins upp áður en hún er skorin má setja blautt viskastykki yfir hana í dálitla stund. Kakan geymis aftar vel í frysti 🙂

Eggja og mjólkurlausa (vegan) uppskrift má finna hér

Deigið er mjög þykkt eins og sjá má 🙂
Hér er búið að fletja deigið út milli tveggja bökunarpappíra, og skera kantana.
Hér er búið að setja kremið á milli botnanna.

Ein athugasemd á “Brún lagkaka / Randalína

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s