Í gær (7. nóvember) var hinn árlegi dagur kladdkökunnar í Svíþjóð. Kladdkökur eru sennilega eitthvað vinsælasta bakkelsi Svíþjóðar, á sænskum matar- og bakstursbloggum eru t.d. yfirleitt tugir mismunandi uppskrifta að þessu góðgæti og ástæðan er einföld; fyrir utan að vera æðislega góðar að þá eru þær ótrúlega einfaldar í bakstri og mjög fljótlegar (fyrir utan… Halda áfram að lesa Piparkökukladdkaka
Tag: sænskt
DÁSAMLEGT DAIM- OG SÚKKULAÐIPÆ
Um síðustu helgi fengum við góða gesti í mat og þegar svo er nýti ég yfirleitt tækifærið og prófa einhvern nýjan eftirrétt. Eiginmanninum finnst þetta misskemmtilegt, hann á sínar uppáháldskökur sem hann myndi helst vilja að ég gerði aftur og aftur (t.d. þessa sítrónukladdköku sem hann hættir ekki að tala um 😉 ) Allavega. Honum varð ekki… Halda áfram að lesa DÁSAMLEGT DAIM- OG SÚKKULAÐIPÆ
DÁSAMLEG RIFSBERJABAKA
Við erum með einn rifsberjarunna í garðinum sem við höfum vanalega nota uppskeruna af í sultu. Sem betur fer mundi ég eftir þessari dásamlegu rifsberjaböku í tæka tíð þetta sumarið, sá uppskriftina nefnilega fyrir nokkrum árum og gleymi alltaf að gera hana þegar rifsberin eru orðin þroskuð. Bakan brást ekki væntingum mínum – hún var… Halda áfram að lesa DÁSAMLEG RIFSBERJABAKA
Sænskir „plattar“
Uppskriftin sem ég deili með ykkur í dag er uppskrift sem mig hefur lengi langað til að prófa – eiginlega pönnukökur/klattar sem er velt upp úr sykri og borin fram með allskyns gúmmelaði eftir smekk. Bakaði þetta með morgunmatnum og varð ekki svikin, nammi namm. Vel þess virði til að prófa að rólegum helgarmorgni þegar… Halda áfram að lesa Sænskir „plattar“
Kanilsnúða-kladdkaka
Eftir vinsældir sítrónukladdkökunnar hér á heimilinu langaði mig að prófa fleiri tegundir af þessari uppáháldsköku margra Svía. Fann eina sem öskraði á mig á hembakat, ég meina kanilsnúðakladdkaka? Af hverju hverju var ég ekki búin að prófa hana fyrr? Skil þetta bara ekki! Ég bakaði hana óvart aðeins of lengi, kladdkökur á alls ekki að baka í… Halda áfram að lesa Kanilsnúða-kladdkaka
Sítrónukladdkaka
Við fengum vini í mat um síðustu helgi og buðum upp á líbanskt meze-hlaðborð (meira um það seinna). Þar sem smáréttahlaðborðið tók frekar langan tíma í undirbúningi ákvað ég að hafa mjög fljótlegan eftirrétt og fann þá þessa girnilegu sítrónukladdköku á heimasíðu Hembakat. Eins og allar aðrar kladdkökur var hún svakalega fljótleg og aldrei þessu… Halda áfram að lesa Sítrónukladdkaka
Massaríkaka (Marsípankaka)
Hafiði einhvern tíman sé þáttinn “The Great British Bake Off”? Það er til sænsk eftirherma: “Hela Sverige Bakar” sem gengur út á að heimabakarar (semsagt ekki atvinnufólk) keppir í bakstri – ég á reyndar oft erfitt með að horfa á þetta því ég verð svo ótrúlega stressuð þegar ég sé hvað þau þurfa að baka… Halda áfram að lesa Massaríkaka (Marsípankaka)
Valentínusarrúlluterta
Það tilheyrir að koma með einhverja köku sem heiðrar valentínusardaginn 🙂 Þessa er tilvalið að bjóða uppá ef það koma gestir í kaffi eða ef þið eruð að vinna og viljið gleðja vinnufélagana. Það er ansi langt síðan ég sá svona skreytta rúllutertu í tímaritinu Hembakat og heillaði þetta mig strax. Það er auðvitað hægt… Halda áfram að lesa Valentínusarrúlluterta
Rocky Road sælgæti
Síðustu ár hef ég orðið vör við að nammi sem kallast “Rocky Road” er gríðarlega vinsælt hér í Svíþjóð, sérstaklega fyrir jólin. Maður sér þetta líka í ýmsum útfærslum, rocky road ís, rocky road kladdkökur og þar fram eftir götunum. Núna ákvað ég loksins að prófa að búa þetta sælgæti, maður verður að reyna fylgja… Halda áfram að lesa Rocky Road sælgæti
Piparköku-kladdkaka
Ég er aðeins farin að leyfa mér að prófa smá jóla/aðventu-bakstur þó að enn sé langt til jóla . Hér í Svíþjóð virðist önnur hver jólauppskrift vera með piparkökukryddum og kannski er ég bara búin að vera hérna of lengi en allt í einu hljóma allar þessar uppskriftir dásamlega girnilega í mín eyru 😀Þessa kladdkökuuppskrift… Halda áfram að lesa Piparköku-kladdkaka