Brauð og bollur · Einfalt

Sænskir „plattar“

Uppskriftin sem ég deili með ykkur í dag er uppskrift sem mig hefur lengi langað til að prófa – eiginlega pönnukökur/klattar sem er velt upp úr sykri og borin fram með allskyns gúmmelaði eftir smekk. Bakaði þetta með morgunmatnum og varð ekki svikin, nammi namm. Vel þess virði til að prófa að rólegum helgarmorgni þegar mann langar að gera eitthvað aðeins öðruvísi 🙂 

Sænskir plattar 

1,5 dl sykur 
4,5 dl hveiti 
2 tsk lyftiduft 
1 msk vanillusykur 
2 egg 
2 dl mjólk 
Sykur (til að velta plöttunum upp úr) 
Smjör (til að steikja upp úr) 

Blandið saman öllum þurrefnunum í skál. Setjið eitt egg út í einu og hrærið á milli. Bætið síðan mjólkinni við og hrærið vel. 

Bræðið nokkuð mikið smjör á pönnu og steikið þrjá (fremur litlar) platta í einu á meðalhita. Steikið þangað til gullinbrúnir (og að sjálfsögðu báðum megin). 

Setjið sykur á grunnan disk og veltið plöttunum upp úr sykrinum um leið og steikingu er lokið, annars festist ekki sykurinn. 

Berið fram með því sem hugurinn girnist, t.d. góðri sultu, rjóma, ferskum berjum eða hlynsýrópi. 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s