Aðalréttir · Brauð og bollur

Heimagerð hamborgarabrauð

Hamborgabrauð

Hefur ykkur ekki alltaf dreymt um að baka eigin hamborgarabrauð? Ekki það? Skrítið 😉

Ég rakst e-n tíman á uppskrift að hamborgarabrauðum og ákvað að þau hlytu að vera miklu betri heldur en búðarbrauðin. Ég meina, það er jú auðvitað eiginlega allt heimabakað betra en búðarkeypt að mínu mati. Binni eldaði pulled pork í morgun (í slow cookernum, það var svo tilbúið í kvöldmatinn) og á þessum einstaklega letilega sunnudegi mínum ákvað ég að það væri tilvalið að prófa að gera hamborgabrauð í dag. Fann þessa þægilegu uppskrift og við bárum fram með tætta svínakjötinu. Og það var og, auðvitað eru heimagerð hamborgarabrauð miklu betri en þessi sem við kaupum út úr búð 🙂 Eina sem ég sé eftir er að hafa ekki tvöfaldað uppskriftina til að geta stungið í frysti 🙂
Hamborgarabrauð

Hamborgarabrauð
6 st.

2,5 tsk ger/25 gr pressuger
25 gr smjör
2,5 dl mjólk
0.5 tsk salt
0.5 tsk sykur
Túrmerik, á hnífsoddi (má sleppa)
5,5 dl hveiti (u.þ.b.)

Til penslunar
1 egg
1 msk sesamfræ

Aðferð
Blandið þurrefnunum saman. Blandið þurrgerinu saman við. (Ef þið notið pressuger, myljið það þá út í mjólkina). Setjið mjólkina og smjörið út á þurrefnin. Blandið saman. Hnoðið í vél í 10 mínútur eða 15 mínútur í höndunum. Látið hefast í 40 mín. Mótið 6 bollur úr deiginu og setjið á ofnskúffu (klædda með bökunarpappír). Þrýstið aðeins ofan á bollurnar til að fletja þær aðeins. Látið hefast í 30 mínútur. Áður en brauðin eru bökuð eru þau pensluð með egginu og sesamfræjum stráð yfir. Bakað í ca. 10 mínútur eða þar til þau eru orðin gullinbrún að lit.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s