Brauð og bollur · Eftirréttir

Vatnsdeigsbollur

Það viðurkennist hér með að ég verð seint talin vera sérstakur snillingur í gerð vatnsdeigsbolla. Það hefur í gegnum árin verið aðeins hipsum haps hvort þær takast hjá mér eða ekki. Ég þoli ekki svona klúðursbakstur og þar sem ég var heima í gær með veiku barni ákvað ég að demba mér í baksturinn. Ég… Halda áfram að lesa Vatnsdeigsbollur

Aðalréttir

Indverskar kjötbollur

Ég og Binni erum alveg sérlega hrifin af indverskum mat og förum t.d. reglulega saman út að borða í hádeginu hér í Stokkhólmi á stað sem heitir Indian Garden. Þá verður gjarnan fyrir valinu spínatréttur með indverskum paneer-osti. Við höfum líka tekið nokkur tímabil þar sem við eldum indverskan mat frá grunni hér heima og… Halda áfram að lesa Indverskar kjötbollur

Brauð og bollur · Gerbakstur

Gulrótarbollur

Í kvöld ætla ég og strákarnir mínir að fara í ferjusiglingu í fyrsta skipti. Ég reyndar fór eina norrænuferð árið 1991 (sem var bara fyrir 3 árum, er það ekki?) en annars höfum við aldrei nýtt okkur allar þessar ódýru og skemmtilegu siglingar sem hægt er að fara í frá Stokkhólmi, þrátt fyrir að ferjuhöfnin… Halda áfram að lesa Gulrótarbollur

Brauð og bollur · Gerbakstur

Hafrabollur

Ég er örugglega ekki ein um það að hlakka til helgarinnar á þessum föstudagseftirmiðdegi. Eitt af því sem ég geri mjög gjarnan um helgar er að baka morgunverðarbollur og prófa þá oft nýjar uppskriftir. Þetta er náttúrulega einhvers konar veiki að þurfa alltaf að vera prófa eitthvað nýtt - og íhaldssamari meðlimir fjölskyldunnar þurfa stundum… Halda áfram að lesa Hafrabollur

Aðalréttir · Hakkréttir

Sænskar kjötbollur

  Eitt af því sem kom mér á óvart þegar við fluttum til Svíþjóðar var að Svíar borða kjötbollurnar sínar við öll tækifæri, á mánudögum og laugardögum, á jólunum, á jólahlaðborðum, á midsommar-hátðinni (sem er nærri stærri en jólin) - já, Svíar láta sér ekkert tækifæri til að borða köttbullar ganga úr greipum! Eftir 5… Halda áfram að lesa Sænskar kjötbollur

Aðalréttir · Brauð og bollur

Heimagerð hamborgarabrauð

Hefur ykkur ekki alltaf dreymt um að baka eigin hamborgarabrauð? Ekki það? Skrítið 😉 Ég rakst e-n tíman á uppskrift að hamborgarabrauðum og ákvað að þau hlytu að vera miklu betri heldur en búðarbrauðin. Ég meina, það er jú auðvitað eiginlega allt heimabakað betra en búðarkeypt að mínu mati. Binni eldaði pulled pork í morgun… Halda áfram að lesa Heimagerð hamborgarabrauð

Brauð og bollur · Gerbakstur

Mjög fljótlegar morgunverðarbollur!

Þegar kona heldur úti matarbloggi kemst hún ekki upp með að baka alltaf sömu uppskriftina aftur og aftur. Þess vegna er ég t.d. alltaf á höttunum eftir nýjum uppskriftum af morgunverðarbakkelsi og sá þessar ótrúlega fljótlegu brauðbollur á sænsku bloggi, virkuðu nú eiginlega of fljótlegar til að vera góðar 😀 Það þarf ekkert að hnoða… Halda áfram að lesa Mjög fljótlegar morgunverðarbollur!

Brauð og bollur

Kaldhefaðar morgunverðarbollur

Ætli það finnist ekki flestum jafn gott og mér að fá nýbakaðar bollur í morgunmat, sérstaklega þegar allir í fjölskyldunni eru í fríi og alveg á fullu að hafa það huggulegt? Ég prófa alltaf af og til nýjar bolluuppskriftir og finnst þær satt best að segja afar misgóðar. Ég er sérstaklega svag fyrir að prófa… Halda áfram að lesa Kaldhefaðar morgunverðarbollur