Aðalréttir

Indverskar kjötbollur

IMG_0684

Ég og Binni erum alveg sérlega hrifin af indverskum mat og förum t.d. reglulega saman út að borða í hádeginu hér í Stokkhólmi á stað sem heitir Indian Garden. Þá verður gjarnan fyrir valinu spínatréttur með indverskum paneer-osti. Við höfum líka tekið nokkur tímabil þar sem við eldum indverskan mat frá grunni hér heima og eigum því nokkuð ágætt safn af indverskum kryddum. Binni gaf mér sænsk-indverska matreiðslubók í afmælisgjöf og ég hef sjaldan séð jafn margar uppskriftir sem mig langar til að elda samankomnar í einni bók – mér finnst eiginlega allt fáránlega girnilegt í henni 🙂

IMG_6508

Binni tók sig til og eldaði þessar indversku kjötbollur (sem kallast að vísu „óhelgar kjötbollur“ í bókinni…) upp úr henni handa okkur um síðustu helgi og mér fannst þær alveg ótrúlega góðar og ekki var verra að börnin hámuðu þær í sig líka. Við bárum þær fram með naan-brauð, myntu-raítu og mango-chutney (í bókinni er reyndar uppskrift að heimagerðu mango-chutney sem er þokkalega komið á to-do listann!). Uppskriftinni að naan-brauðinu mun ég deila seinna í vikunni.

Indverskar kjötbollur

Indverskar kjötbollur

Fyrir fjóra

Í kjötbollur
3 msk brauðmylsna
1 dl mjólk
500 g nautahakk
1,5 tsk garam masala
1 tsk malað kúmin
1 hvítlauksrif
1/2 msk rifið ferskt engifer

Í sósu
1 dl vatn
2 dl rjómi
1 kanilstöng, ca. 4 cm
Kayenne-pipar á hnífsoddi
1/2 tsk túrmerik
Ein krukka ferskur kóríander
1/2 dl ristaðar möndluflögur
Smjör
Salt og pipar

Aðferð
Blandið sama brauðmylsnu, mjólk og kryddum. Látið standa í nokkrar mínútur. Blandið kjötfarsinu út í og blandið vel saman. Kryddið með 1,5 tsk af salti.

Búið til kjötbollur úr hakkinu og steikið í 3 msk af smjöri í ca. 5 mínútum (það má líka steikja bollurnar í ofni – ég hugsa að við gerum það næst). Hellið vatninu, rjóma, kanilstöng, kayenne-pipar, kóríander og túrmeriki út á pönnuna.

Látið allt sjóða í u.þ.b. 5 mínútur. Áður en kjötbollurnar eru bornar fram er kóríander og möndluflögum dreift yfir þær.

2 athugasemdir á “Indverskar kjötbollur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s