Brauð og bollur · Gerbakstur

Naan-brauð

Naan-brauð

Ég baka alltaf naan-brauð þegar við eldum indverskan mat (og reyndar oft með öðrum mat líka, þá sérstaklega súpum) og er búin að prófa nokkrar mismunandi uppskriftir. Þegar ég fékk nýju indversku bókina um daginn ákvað ég að prófa uppskriftina í þeirri bók og ég er ekki frá því að þetta sé núna orðin uppáhálds uppskriftin mín, allavega í bili 🙂

Naan-brauð

Naan-brauð


Ca. 10 brauð

2,5 tsk þurrger/ 25 gr ferskt ger
2 dl vatn
2 tsk sykur
1,5 dl hrein jógúrt/ab mjólk
1 egg
50 gr smjör, brætt
7 dl hveiti
1/2 tsk salt

Aðferð
Blandið sama vatni, geri og sykri (má líka blanda þurrgerinu beint út í hveitið). Bætið jógúrt, eggi, smjöri, hveiti og salti út í hnoðið vel, deigið á að vera klístrað. Látið hefa sig í 2 tíma (ég stytti þann tíma með því að setja skálina yfir heitt vatn).

Setjið ofninn á 250 gr. Setjið matarolíu á hendurnar og búið til litlar bollur úr deiginu, ca. 10. Fletjið svo bollurnar út á hveitistráðu borði. Setjið á ofnskúffu og bakið í ca. 10 mínútur eða þar til gullinbrún.

Penslið með hvítlaukssmjöri og stráið sjávarsalti yfir þegar brauðin koma úr ofninum.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s