Annað

Vissir þú að bolli er stöðluð mælieining? Þegar talað er um bolla í amerískum og breskum uppskriftum er þ.a.l. verið að vísa til ákveðins bollamáls en ekki til þess að maður mæli hráefnið í næsta handtæka kaffibolla sem maður finnur 🙂 Við notumst talsvert við bandarískar uppskriftir og þar er yfirleitt allt mælt í rúmmáli en ekki eftir vikt. Maður þarf ekki að baka oft eftir amerískum uppskriftum til að komast upp á lagið með að snúa þeim yfir í ml.

1 bolli = 2,4 dl
1 stick of butter = 113 gr af smjöri
Hér má sjá ýmsar mælieiningar í grömmum og bollum: allrecipes.com

Buttermilk
Buttermilk er amerísk mjólkurafurð sem heitir víst „áfir“ á íslensku og er skv. wikipediu: „vökvi sem verður eftir þegar smjör er unnið úr rjóma, en til að rjómi geti orðið að smjöri er hann strokkaður. Áfir voru áður nýttar til drykkjar og í ýmsan mjólkurmat.“

Til að búa til eftirlíkingu af buttermilk er hægt að bæta 1 msk af sítrónusafa í bolla af mjólk og láta standa í 5 mín. Við höfum einnig notað létt-Ab mjólk með góðum árangri í staðin.

Ger
Þurrger er þurrkað ger í litlum (eða aðeins stærri) pokum. Ferskt ger er jafnan selt í 50 gr. kubbum. Einn lítill poki af þurrgeri samsvar einum geri af fersku geri (pressugeri). Íslenskar uppskriftir (og amerískar) gefa yfirleitt upp magn af geri sem þurrger en skandínavískar notast oftast við ferskt ger.
1 pakki þurrger = 50 gr pressuger
1 tsk  þurrger = 10 gr pressuger
15 gr þurrger = 50 gr pressuger

Súkkulaði
Þegar verið er að bræða súkkulaði þarf að hafa hugan við það að hita súkkulaðið ekki of mikið því þágetur það orðið grátt eða flekkótt þegar það storknar aftur.
Miðað er við að hita ekki súkkulaðið meira en

48-50°c fyrir dökt súkkulaði
45°c fyrir ljóst súkkulaði
40°c fyrir hvítt súkkulaði.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s