Konfekt · Vegan

Döðlugott (v)

Ég veit eiginlega ekki hvar ég hef verið þegar þetta kom, sá og sigraði Ísland (kannski í Svíþjóð). Ég hef aldrei heyrt um þetta og rakst á uppskrift að þessu þegar ég var að fara í gegnum vinnutölvuna í leit að einhverju. Þegar ég sá word skjal merkt uppskriftir þá gat ég bara ekki annað en kíkt á innihaldið.
Döðlugott!
Uppskriftin hljómar vel og ekki það óhollasta sem ég hef “bakað”. Döðlur – rice crispís – súkkulaði.
Ég henti í eina uppskrift en allan tíman sem ég var að gera þetta velti ég því fyrir mér hvernig þetta héldist saman. Jú súkkulaðið hlítur að “líma” þetta saman. Það er skemst frá því að segja að þetta virkaði ekki vel.

Ég fór á stúfana og á internetinu er allt morandi í uppskriftum að döðlugotti. Ég skoðaði nokkrar og sauð saman það sem ég hélt að myndi vera gott. Þessi útgáfa er ívið óhollari en þessi sem ég fann í vinnunni. Það er kannski að bera í barmafullan lækinn að setja þessa uppskrift hérna en hún er þá allavega hérna fyrir sjálfa mig 🙂 Því þetta er rosalega gott nammi sem er auðvelt og temmilega fljótlegt að gera.

IMG_0111IMG_0117

Döðlugott
400 gr döðlur
120 gr púðursykur
250 gr smjör*
3-4 bollar rice krispies*
200 gr suðusúkkulaði
2-3 bitar af hvítu súkkulaði*

* Til þess að gera þessa uppskrift vegan þarf að passa að það sé ekki viðbætt d-vítamín í Rice Krispies-inu, veljið vegan smjör sem ykkur finnst gott og það fæst hvítt vegan súkkulaði t.d í nettó og heilsuhúsinu.

Bræðið smjör og hrærið sykrinum saman við. Leifð þessu að malla í svolitlastund þar til sykurinn er allur uppleystur. Þegar sykurinn er bráðnað og vel uppleystur er döðlunum blandað saman við. Látið malla þar til döðlurnar eru orðnar mjúkar og allt blandast vel saman. Ég skellt töfrasprota á þetta í augnablik til að ná döðlunum vel í sundur. Blandið rice krispis saman við og hrærið vel. Byrjið á 3 bollum og bætið meiru við ef ykkur þykir þörf á. Setjið bökunnarpappír í kökuform eða eldfast mót og þjappið deignu ofaní.
Bræðið suðusúkkulaðið og smyrjið því ofaná degið. Setjið hvíta súkkulaðið í poka og í heitt vatn þar til það er bráðnað. Klippið smá af öðrum endanum og sprautið hvíta súkkulaðinu yfir suðusúkkulaðið til að skreita.
Setjið í ísskáp og leyfið að harðna.
Skerið í bita og njótið.

2 athugasemdir á “Döðlugott (v)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s