Eftirréttir

Kókosbollu- og marengs-eftirréttur

Kókosbolludraumur

Það var náttúrulega ekki hægt að bjóða fólki í grill og meððí hérna í Stokkhólmi á sjálfu Eurovision án þess að búa til einhverja hefðbundna, íslenska kaloríubombu sem eftirrétt. Þessa gamla, góða klassík varð fyrir valinu og klikkaði ekki frekar en fyrri daginn 🙂

Kókosbolludraumur

(Skrollið neðst niður í færsluna fyrir útprentanlega útgáfu af eftirréttinum)

 
Kókosbollu-og marengs-eftirréttur
1 marengsbotn (púðursykurs eða ljós)
1/2 l. rjómi
4 kókosbollur
Súkkulaði, að eigin vali, t.d. nóakropp eða mars
1 askja jarðaber eða önnur ber og ávextir að eigin vali

Kókosbolludraumur
Aðferð: 
Þeytið rjómann. Saxið súkkulaðið og blandið saman við helminginn af rjómanum. Breiðið í botninn á formi. Skerið kókosbollurnar í tvennt (eða þrennt) og raðið ofan á súkkulaðið. Brjótið marengsinn í litla bita og dreifið yfir kókosbollurnar. Dreifið restinni að rjómanum yfir marengsinn. Skerið jarðaberin og setjið yfir rjómann. Geymið í kæli í nokkrar klst. áður en borið fram.

Kókosbolludraumur

 

Kókosbollu-og marengs-eftirréttur

1 marengsbotn (púðursykurs eða ljós)
1/2 l. rjómi
4 kókosbollur
Súkkulaði, að eigin vali, t.d. nóakropp eða mars
1 askja jarðaber eða önnur ber og ávextir að eigin vali

Aðferð:

Þeytið rjómann. Saxið súkkulaðið og blandið saman við helminginn af rjómanum. Breiðið í botninn á formi. Skerið kókosbollurnar í tvennt (eða þrennt) og raðið ofan á súkkulaðið. Brjótið marengsinn í litla bita og dreifið yfir kókosbollurnar. Dreifið restinni að rjómanum yfir marengsinn. Skerið jarðaberin og setjið yfir rjómann. Geymið í kæli í nokkrar klst. áður en borið fram.

2 athugasemdir á “Kókosbollu- og marengs-eftirréttur

  1. Nú hætti ég að lesa þessa síðu! 😉 Mig langar í þessa bombu NÚNA! Svo er ég spennt fyrir möffins með lakkrísduftinu, var búið að komast að því hvar það fæst á Íslandi?

    1. Hahahaha – plís ekki hætta að lesa Helga, ég lofa að pósta bara salötum næsta mánuðinn 😉

      Eini staðurinn sem ég hef heyrt af að selji lakkrísduftið er í Epal, en ég fann tvo aðra með því að gúggla það – spurning um að prófa þá?

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s