Kökur

Fjögurra hæða rjómaterta!

 

Þessa köku sá ég framan á blaði sem heitir ALLT OM mat, Baka Special 🙂 Halli átti afmæli bráðum og þessi kaka yrði bökuð (meira fyrir mig en nokkurn annan).  Ég var nú þegar búin að lofa honum tveim kökum þannig að þessi varð auka. Ég hafði takmarkaðan tíma þarna í kringum afmælið og því endaði ég á að baka botninn í einu formi og náði ég bara að skera hann í þrjá hluta en ekki fjóra. Tertan fær alveg 5 stjörnur frá mér, ég hlakka til að bjóða einhvern tíman í kaffi og hafa tækifæri til að gera hana aftur 🙂

IMG_4634

 

 Fjögurra hæða rjómaterta

Botninn
250 gr smjör, mjúkt
350 gr marsipan
6 egg
3 dl hveiti
2 tsk lyftiduft
salt á hnífsoddi

Vanilllukrem
3 dl mjólk
1,5 msk + 2 msk sykur
1 vanillustöng
1,5 msk kartöflumjöl
3 eggjarauður
40 gr smjör, mjúkt

Fylling
300 gr hindber, fersk eða frosin
2 msk sykur
6 dl rjómi

Skraut
Ber að eigin vali

IMG_4636

Aðferð

Hitið ofninn í 175°c. Festið bökunnarpappír í botninn á tveimur lausbotna kökumótum, ekki smyrja mótin.

Botnar
Vinnið saman smjörið og marsipanið í höndunum eða í hrærivél með því að bæta smjörinu saman við marsipanið smátt og smátt. Bætið eggjunum við einu í einu og hrærið saman við marsipanið. Blandið saman hveiti, lyftidufti og salti, hrærið saman við marsipanið. Deilið deginu á milli formanna og bakið í 20-25 min eða þar til prjónn sem stungið er í kökurnar kemur hreinn út. Látið botnanna kólna alveg og takið úr formunum.

Vanillukrem
Setjið mjólkina og 1,5 msk af sykri í pott. Kljúfið vanillustöng, skrapið fræjinn innanúr, setið bæði fræjinn og stöngina útí mjólkina, hitið. Hrærið kartöflumjöli og eggjarauðum saman við 2 msk sykur. Takið smá af heitri mjólkinni og hrærið saman við eggjablönduna. Hellið eggjablöndunnu út í mjólkina og hrærið, látið suðuna koma upp. Þegar kremið er orðið þykkt er smjörinu hrært saman við. Potturinn tekinn og lagður í kallt vatnsbað þar til kremið er kólnað og vanillustöngin fjarlægð.

Kakan sett saman
Kljúfið tertubotnanna í langsum í tvennt. Núna eru þið með 4 tertubotna, leggið fyrsta botninn á kökufat. Smyrjið 2/3 af vanillukreminu á botninn.

Leggið botn nr. 2 ofan á kremið. Stappið saman hindberjunum og sykri, smyrjið u.þ.b helmingnum af berjunum á tertubotinn. Þeytið rjómann, setjið í sér skál 1/3 af rjómanum. Blandið 2/3 af rjómanum og restinni af berjunum lauslega saman. Smyrjið helmingnum af hindberjarjómanum ofan á botn nr. 2.

Leggið botn nr. 3 á tertuna. Smyrjið restinni af hindberjarjómanum á botninn.

Leggið síðasta botninn á tertuna og smyrjið restinni af vanillukreminu á botninn. Smyrjið kreminu ekki alveg út að endanum á botninum. Setjið rjómann sem var tekinn frá ofan á kremið þannig að rjóminn hylji alveg kremið og skreytið með berjum að egin vali.

IMG_4638

 

IMG_4643

 

 

Fjögurra hæða rjómaterta

 Fjögurra hæða rjómaterta

Botninn
250 gr smjör, mjúkt
350 gr marsipan
6 egg
3 dl hveiti
2 tsk lyftiduft
salt á hnífsoddi

Vanilllukrem
3 dl mjólk
1,5 msk + 2 msk sykur
1 vanillustöng
1,5 msk kartöflumjöl
3 eggjarauður
40 gr smjör, mjúkt

Fylling
300 gr hindber, fersk eða frosin
2 msk sykur
6 dl rjómi

Skraut
Ber að egin vali

Aðferð

Hitið ofninn í 175°c. Festið bökunnarpappír í botninn á tveimur lausbotna kökumótum, ekki smyrja mótin.

Botnar
Vinnið saman smjörið og marsipanið í höndunum eða í hrærivél með því að bæta smjörinu saman við marsipanið smátt og smátt. Bætið eggjunum við einu í einu og hrærið saman við marsipanið. Blandið saman hveiti, lyftidufti og salti, hrærið saman við marsipanið. Deilið deginu á milli formanna og bakið í 20-25 min eða þar til prjónn sem stungið er í kökurnar kemur hreinn út. Látið botnanna kólna alveg og takið úr formunum.

Vanillukrem
Setjið mjólkina og 1,5 msk af sykri í pott. Kljúfið vanillustöng, skrapið fræjinn innanúr, setið bæði fræjinn og stöngina útí mjólkina, hitið. Hrærið kartöflumjöli og eggjarauðum saman við 2 msk sykur. Takið smá af heitri mjólkinni og hrærið saman við eggjablönduna. Hellið eggjablöndunnu út í mjólkina og hrærið, látið suðuna koma upp. Þegar kremið er orðið þykkt er smjörinu hrært saman við. Potturinn tekinn og lagður í kallt vatnsbað þar til kremið er kólnað og vanillustöngin fjarlægð.

Kakan sett saman
Kljúfið tertubotnanna í langsum í tvennt. Núna eru þið með 4 tertubotna, leggið fyrsta botninn á kökufat. Smyrjið 2/3 af vanillukreminu á botninn.

Leggið botn nr. 2 ofan á kremið. Stappið saman hindberjunum og sykri, smyrjið u.þ.b helmingnum af berjunum á tertubotinn. Þeytið rjómann, setjið í sér skál 1/3 af rjómanum. Blandið 2/3 af rjómanum og restinni af berjunum lauslega saman. Smyrjið helmingnum af hindberjarjómanum ofan á botn nr. 2.

Leggið botn nr. 3 á tertuna. Smyrjið restinni af hindberjarjómanum á botninn.

Leggið síðasta botninn á tertuna og smyrjið restinni af vanillukreminu á botninn. Smyrjið kreminu ekki alveg út að endanum á botninum. Setjið rjómann sem var tekinn frá ofan á kremið þannig að rjóminn hylji alveg kremið og skreytið með berjum að egin vali.

Ein athugasemd á “Fjögurra hæða rjómaterta!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s