Eftirréttir · Kökur

Hindberja ostakaka

IMG_6070

Elskuleg tengdamóðir mín var í heimsókn hjá okkur 🙂 Ég gat ekki annað en skelt í eina ostaköku fyrst við vorum með gest. Við fjölskyldan erum að flytja heim til Íslands í sumar, Þetta er því síðasta kakan sem ég geri í pínulitla eldhúsinu mínu sem er næstum nógu lítið til að geta talist sýnishorn af eldhúsi 🙂

 

Hindberja ostakaka

Hindberjasósa
125 gr hindber
100 gr sykur

Botninn
150 gr digestive kex
90 gr smjör, bráðið
125 gr hindber

Fylling
250 gr mascarpone ostur
2.5 dl sýrður rjómi
2 msk flórsykur
1 tsk vanillusykur

 

Byrjið á því að útbúa hinberjasósuna. Sjóðið saman hindberin og sykurinn í 1/2 dl vatni, látið sjóða í u.þ.b 5 mínotur eða þar til sósan þykknar. Siktið sósuna, ágætt er að láta hana renna í gegnum tauklút til að skilja fræin frá sósunni. Látið kólna.

IMG_6059

Myljið kexið og blandið því saman við smjörið. Setjið kexið í smurt lausbotna kökuform og þjappið kexinu niður í botninn.

IMG_6063

Leggið 2/3 af hinberjunum á botninn og raðið þeim meðfram kökuforminu. Dreifið restinni af berjunum á botninn.

IMG_6067

 

Hrærið saman mascarpone ostinum og sýrða rjómanum, bætið flórsykrinum og vanillusykrinum saman við. Smakkið til og bætið við meiri flórsykri ef þið viljið ostakökuna sætari. Hellið svolítið af hindberjasósunni yfir berin. Hellið ostinum og sósunni samhliða í formið, hrærið örlítið í ostinum með pinna eða gaffli en ekki of mikið, sósan og osturinn má ekki blanda alveg saman. Ef eitthvað er eftir af sósunni má sáldra henni yfir kökuna. Kælið í að minsta kosti 3 tíma eða setjið í frystinn.

IMG_6069

Hindberja ostakaka

Byrjið á því að útbúa hinberjasósuna. Sjóðið saman hindberin og sykurinn í 1/2 dl vatni, látið sjóða í u.þ.b 5 mínotur eða þar til sósan þykknar. Siktið sósuna, ágætt er að láta hana renna í gegnum tauklút til að skilja fræin frá sósunni. Látið kólna.

Myljið kexið og blandið því saman við smjörið. Setjið kexið í smurt lausbotna kökuform og þjappið kexinu niður í botninn.

Leggið 2/3 af hinberjunum á botninn og raðið þeim meðfram kökuforminu. Dreifið restinni af berjunum á botninn.

Hrærið saman mascarpone ostinum og sýrða rjómanum, bætið flórsykrinum og vanillusykrinum saman við. Smakkið til og bætið við meiri flórsykri ef þið viljið ostakökuna sætari. Hellið svolítið af hindberjasósunni yfir berin. Hellið ostinum og sósunni samhliða í formið, hrærið örlítið í ostinum með pinna eða gaffli en ekki of mikið, sósan og osturinn má ekki blanda alveg saman. Ef eitthvað er eftir af sósunni má sáldra henni yfir kökuna. Kælið í að minsta kosti 3 tíma eða setjið í frystinn.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s