Kökur

Bananakaramellukaka með karamellusmjörkremi

Bananakaramellukaka með karamellusmjörkremi

Bloggið hefur aðeins þurft að sitja á hakanum núna í vor og sumarbyrjun, svona þegar ég var að berjast við að klára mastersritgerðina mína.  Ég held ég hafi ekki alveg áttað mig á því þegar ég ákvað að taka LL.M gráðu samhliða vinnu hversu mikil vinna það er (fullkomin afneitun er sennilega betri lýsing!), en ég get sagt það núna að ég ætla aldrei aftur að vinna næstum fulla vinnu og vera samhliða í 100% námi (einhverjir sem þekkja mig hlæja sennilega núna og bíða spenntir eftir að ég tilkynni næstu skref á háskólamarkaðnum – sumir myndu kannski kalla þetta fíkn.. 😉 ) Núna er þetta allavega búið og ég get sagst vera með master í evrópskum hugverkarétti!
Bananakaramellukaka með karamellusmjörkremi
Hvað um það, ótrúlegt en satt þá er ég samt með nokkrar uppskriftir á kantinum sem ég hef hef bakað og myndað en ekki komið í verk að skrifa niður og birta. Þessi tiltekna kaka var reyndar bökuð fyrir næstum ári síðan, í ágúst síðastliðnum (já, hlutirnir gerast augljóstlega mjög hratt á þessum bæ…). Hún var ótrúlega góð, sannkölluð bomba og ekkert sem maður hendir saman á korteri en ef mann langar að dunda sér aðeins í eldhúsinu við bakstur þá er hún upplögð 🙂

Bananakaramellukaka með karamellusmjörkremi

 

 

 

Bananakaramellukaka með karamellusmjörkremi

Bananakaramellukaka með karamellusmjörkremi

Karamella

(gerir u.þ.b. 7,5 dl)

5 dl rjómi
3.75 dl sykur
1.25 dl vatn
60 gr smjör, í bitum
½ tsk salt

Hitið rjómann í litlum potti á lágum til miðlungshita. Ekki láta rjómann ná suðu, haldið honum bara heitum.

Hrærið sykurinn og vatnið saman í pottinn yfir háum hita. Hrærið þar til sykurinn hefur leysts alveg upp, hættið þá að hræra og leyfið sykurvatninu að sjóða þangað til það nær nokkuð dökkum lit. Þetta tekur u.þ.b. 8 – 15 mínútur. Fyrst fær sykurinn gular rendur, síðan birtast dekkri rendur í miðju sykursins. Þegar dekkri rendurnar birtast þarf að taka pottinn og halla honum til og frá til að blanda karamellunni vel saman. Um leið og það fer að rjúka úr karamellunni er kominn tími til að slökkva undir pottinum, karamellan á að vera orðin mjög dökk á þessum tímapunkti, því það á enn eftir að bæta rjómanum út í.

Bætið rjómanum út í sykurinn. Þeytið saman við með þeytara (eins og alltaf þarf samt að passa sig með karamellu, hún verður afar heit og hægt er að skaðbrenna sig á henni ef ekki er farið varlega). Bætið smjörinu og saltinu út í og þeytið þar til alveg slétt. Hækkið hitann undir karamellunni og látið malla í u.þ.b. 5 mínútur eða þar til hún hefur þykknað örlítið.

Látið karamelluna kólna alveg, setjið í krukku og í ískáp. Hún geymist í minnst tvær vikur.

Bananakaka

180 gr. smjör
150 gr. sykur
220 gr. púðursykur
3 stór egg
7,5 dl hveiti
1,5 tsk matarsódi
0,5 tsk salt
3,75 dl mjólk
1 tsk vanilludropar
4 – 5 bananar, stappaðir
3,75 dl karamellusósa.

Hitið ofninn í 175°c. Smyrjið 3 lausbotna form.

Þeytið saman smjörið og allan sykurinn þar til létt og ljóst. Bætið eggjunum við sykurblönduna, einu í einu og þeytið vel á milli.

Blandið hveitinu saman við matarsódann og saltið í annari skál. Blandið mjólkinni, vanilludropunum og bananönum saman í enn annarri skál. Blandið mjólkur-bananablöndunni út í smjör og sykurblönduna í þremur skömmtum, og setjið hveitiblönduna út í á milli. Hrærið vel saman.

Setjið deigið í formin þrjú (það er líka hægt að baka í einu formi og skera kökuna í þrjá hluta eftir á, en þá verður bökunartíminn mun lengri). Setjið 1.25 dl af karamellu í hvert formi og notið hníf til að dreifa úr karamellunni.

Bakið hvern botn í 40 mínútur (notið hníf til að kanna hvort að miðjan sé alveg bökuð). Kælið alla botnana alveg áður en þið setjið kökuna saman.

Karamellusmjörkrem
115 gr smjör
1.25 dl karamella
1 tsk vanilludropar
¼ tsk salt
190 gr flórsykur

Þeytið saman smjörið með karamellunni, vanilludropunum og saltinu þar til alveg slétt og mjúkt. Bætið flórsykrinum hægt og rólega út í og hrærið í 3 – 5 mínútur, þar til kremið er alveg slétt og „flöffí“.

Setjið kökuna saman:

Setjið þunnt lag af smjörkremi á fyrsta kökubotninn. Setjið hina botnana ofan á, og setjið þunnt lag af kremi ofan á þá líka. Setjið dálitla karamellu ofan á kökuna og skreytið með banönum ef vill.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s