Eftirréttir · Einfalt · Jól

Súkkulaðiís með kakómalti

Eins og hin uppskriftin að heimagerða ísnum sem ég gerði um helgina þá er þessi uppskrift frábærlega einföld, fljótleg og góð. Ég get ekki annað en mælt með því að þið prófið þessa uppskrift líka 🙂 Hráefni5 dl rjómi1 dós condensed milk (400 gr)1,5 dl kakómalt 1 tsk sjávarsaltAðferðLag 1 -  GrunnurÞeytið rjómann vel. Blandið… Halda áfram að lesa Súkkulaðiís með kakómalti

Eftirréttir · Einfalt · Jól

Heimagerður ís (ótrúlega einfaldur og fljótlegur)

Ég greinilega missti alveg af aðaltrendinu í heimagerðum ís í Svíþjóð hér um árið - ég var að leita að uppskrift að daimís um helgina og fann þá þessa uppskrift á öðru hverju bloggi. Og ekki skrítið þar sem ísinn reyndist vera góður og fáránlega einfaldur og fljótlegur. Mæli eindregið með :DHeimagerður daím-ís5 dl rjómi400… Halda áfram að lesa Heimagerður ís (ótrúlega einfaldur og fljótlegur)

Aðventa · Íslensk klassík · Jól

Brún lagkaka / Randalína

Betra er seint en aldrei - við höfum í mörg ár ætlað að deila með ykkur fjölskylduuppskriftinni að brúnni lagköku og núna þegar ég var stödd í foreldrahúsunum á Sauðárkróki ákvað ég að grípa tækifærið. Ég bað hreinlega pabba að skella í lagköku svo ég gæti myndað uppskriftina - dálítið snemma að hans mati, og… Halda áfram að lesa Brún lagkaka / Randalína

Aðventa · Jól · Kökur

Piparkökukladdkaka

Í gær (7. nóvember) var hinn árlegi dagur kladdkökunnar í Svíþjóð. Kladdkökur eru sennilega eitthvað vinsælasta bakkelsi Svíþjóðar, á sænskum matar- og bakstursbloggum eru t.d. yfirleitt tugir mismunandi uppskrifta að þessu góðgæti og ástæðan er einföld; fyrir utan að vera æðislega góðar að þá eru þær ótrúlega einfaldar í bakstri og mjög fljótlegar (fyrir utan… Halda áfram að lesa Piparkökukladdkaka

Eftirréttir · Kökur

Sítrónubitar

Ég rakst á þessa sítrónubita á renneríi mínu um veraldarvefinn um daginn, þeir eru víst að gera dúndrandi hluti á sumum spjallborðum á internetinu 😀 Maðurinn minn elskar öll sætindi með sítrónum í og fannst þetta bakkelsi alveg geggjað - börnunum mínum fannst þetta aðeins of súrt. Ég held það mætti auðveldlega minnka talsvert sykurinn… Halda áfram að lesa Sítrónubitar

Annað

Geocaching – Stuttur Leiðarvísir –

Við fjölskyldan höfum í mörg ár dundað okkur við að finna geocaching. Oft hef ég sett inn myndir af því þegar við erum að hafast að við þetta og undantekningalaust fæ ég spurningar frá vinum og vandamönnum um hvað þetta eiginlega snúist um. Ég hef oft velt því fyrir mér að gera stutta bloggfærslu til… Halda áfram að lesa Geocaching – Stuttur Leiðarvísir –

Eftirréttir · Einfalt · Kökur · Vegan

Einfalt rabbabarapæ (v)

Ég tók mig til í síðustu viku og gróðursetti rabbabara út í garði en það verður víst dálítið löng bið á uppskeru frá honum (minnst eitt ár) þannig að við verðum að láta okkur hafa að kaupa hann út í búð. Sem betur fer er komið sumar og framboðið á rabbabara í búðum er mikið… Halda áfram að lesa Einfalt rabbabarapæ (v)

Jól · Smákökur

Mjúkar súkkulaðibitakökur

Eftir síðustu færslu fékk ég sérstaka beiðni um að deila uppskriftinni að "einhverri albestu súkkulaðismákökuuppskrift sem ég hef smakkað" sem ég minntist á og ég ákvað að drífa í að birta hana áður en þetta gleymdist. Uppskriftin kemur eins og hin úr Sally's cookie addiction og ég lofa því að hún er fáránleg góð :)… Halda áfram að lesa Mjúkar súkkulaðibitakökur

Jól · Kökur · Smákökur

Mjúkseigar hafrasmákökur með súkkulaðibitum

Ég labbaði, ásamt elsta syni mínum, framhjá Subway í Uppsala í gær og smákökulyktin sem barst út frá staðnum var alveg að fara með mig. Það var því ekki um neitt annað að ræða en að skella í smákökur þegar ég kom heim. Mér áskotnaðist fyrir einhverju síðan bókin "Sally's Cookie Addiction" og er þegar… Halda áfram að lesa Mjúkseigar hafrasmákökur með súkkulaðibitum

Einfalt · Kökur · Vegan

Snickersbitar

Nú líður að páskafríi hér í Stokkhólmi. Þrátt fyrir margra ára búsetu hérna finnst mér alltaf jafn svekkjandi að skírdagur sé ekki almennur frídagur í Svíþjóð – í mínum huga eru páskarnir fimm daga helgi, og ég á erfitt með að venjast hinu 🙂 Við fjölskyldan ætlum að skella okkur í sænska stugu yfir páskana… Halda áfram að lesa Snickersbitar