Eftirréttir · Kökur

Sítrónubitar

Sítrónubitar hjá eldhússystrum

Ég rakst á þessa sítrónubita á renneríi mínu um veraldarvefinn um daginn, þeir eru víst að gera dúndrandi hluti á sumum spjallborðum á internetinu 😀 Maðurinn minn elskar öll sætindi með sítrónum í og fannst þetta bakkelsi alveg geggjað – börnunum mínum fannst þetta aðeins of súrt. Ég held það mætti auðveldlega minnka talsvert sykurinn í fyllingunni ef svo ber undir.


Sítrónubitar

Botn
2 bollar (5 dl) hveiti
230 gr smjör (eða smjörlíki)
1,25 bolli flórsykur
Hrærið saman og þrýstið í eldfast mót (ég notaði form sem er 20 x 30 cm). Bakið í 20 mínútur við 350°c.

Fylling
4 egg
4 sítrónur, safi og börkur
2 bollar (5 dl) sykur
6 msk hveiti
1/2 tsk salt
Hrærið eggið vel, bætið sítrónusafa og berki út í. Bætið sykri, hveiti og salti út í og hrærið. Hellið yfir botninn þegar hann er bakaður. Bakið í 25 mínútur við 175°c.

Sáldrið flórsykri yfir þegar kakan hefur kólnað.

ATH: Minnka má magn sítrónu í bitunum, og eins sykurinn ef svo ber undir. Ég veit líka að sumir hafa tvöfaldað fyllinguna á móti einföldum botni.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s