Það er einhver ró í því fyrir mig að baka. Ég baka stundum bara til að baka. Þessar elskur urðu til um daginn afþví að ég bara þurfti að baka eitthvað. Ég tók þær svo með mér í vinnuna og ég held að stelpurnar þar hafi ekki haft neitt á móti því 😉 Karamellu-smjörkrem 110… Halda áfram að lesa Karamellu-smjörkrem
Tag: gott
Dulce de leche súkkulaðikökur
Ég bakaði þessar fáránlega góðu (smá)kökur í dag. Ég þakka bara fyrir að þær hafi einunigs verið 14 talsins (semsagt ekkert rosalega stór uppskrift) og að við erum 5 í fjölskyldunni því að ég hefði sennilega borðað margfalt fleiri ef það hefði verið meira af þeim á boðstólnum… Ég notaði sprautupoka við að koma karamellunni… Halda áfram að lesa Dulce de leche súkkulaðikökur
Piparkökur
Það er fátt jafn skemmtilegt að baka piparkökur og skreyta þær með börnunum 🙂 Við systurnar eigum margar minningar frá Skagfirðingabraut, heima á Sauðárkróki, þar sem við sátum með bróður okkar og mömmu og skreyttum heilt fjall af piparkökum. Eru jólin ekki akkúrat til þess að eiga góða stundir með vinum og fjölskyldu og búa til góðar… Halda áfram að lesa Piparkökur
Hafrakökur með smjörkremi
Ég er búin að vera ein heima um helgina með börnunum og fannst tilvalið að nota tímann (að hluta að minnsta kosti…) til að prófa eitthvað nýtt í bakstursdeildinni. Fyrir valinu urðu (m.a.) þessar seigmjúku hafrasmákökur með smjörkremi sem ég hef oft séð á vafri mínu um veraldarvefinn. Börnin urðu gjörsamlega sjúk í þær (kannski… Halda áfram að lesa Hafrakökur með smjörkremi
Sunnudags súpubrauð
Það er alls ekki oft sem ég rekst á uppskriftir sem innihalda rúg og þetta er kannski ekki beinlínis mjöl-tegund sem maður notar mikið, svona ef frá er talið rúgbrauð (sjá t.d. uppskrift hér að rúgbrauðinu hans pabba okkar). Rúgur er aftur á móti rosalega trefjaríkur og því er alveg tilvalið að nota hann í brauð og þau… Halda áfram að lesa Sunnudags súpubrauð
AFMÆLISKAKA ÚR ELDHÚSI ELDHÚSSYSTRA
Okkur var boðið að vera með uppskrift í fréttablaðinu 🙂 Við ákváðum að slá til og deila með lesendum fréttablaðsins uppskrift að súkkulaðikökunni hennar mömmu. Ég er margoft búin að dásama þessa köku og hindberjasmjörkremið hérna á blogginu, meðal annars hér, hér og hér . 🙂 Uppskriftir Gott er að gera marengstoppana með smá fyrirvara Marengstoppar 3 dl sykur 4 eggjahvítur … Halda áfram að lesa AFMÆLISKAKA ÚR ELDHÚSI ELDHÚSSYSTRA
Muffins með rjómaosti og hindberjasultu
Enn ein uppskriftin úr Magnolíabókinni minni 🙂 Að þessu sinni prófaði ég þessa muffins uppskrift en þau reyndust ótrúlega djúsí – alveg greinilega að rjómaosturinn í þeim var að gera sitt 😉 Finnst reyndar fyndið að í bókinni stendur að þetta hafi verið vinsælasti morgunmaturinn sem þau buðu upp á í bakaríinu, ekki alveg það… Halda áfram að lesa Muffins með rjómaosti og hindberjasultu
SÚPER EINFÖLD BERJAKAKA
Þessa köku rakst ég á í Hembakat. Ég var búin að bíða í nokkrar vikur eftir rétta tækifærinu til að baka hana, tækifærið kom þegar vinkona mín að sunnan kíkti við í kaffi. Það sem gerir þessa köku öðruvísi er að það þarft ekki hrærivél eða þeytara til að hræra hana saman, pískur eða sleif… Halda áfram að lesa SÚPER EINFÖLD BERJAKAKA
Sjónvarpskaka
Áður en við fluttum til Svíþjóðar bakaði ég þessa köku reglulega. Halli er ekkert sérstaklega hrifinn af henni og eftir að við systurnar byrjuðum með þetta blogg var komin einhver voða pressa með að koma alltaf með eitthvað nýtt og því hætti ég að baka gömlu góðu uppskriftirnar. Þegar ég bakaði hana oft googlaði ég… Halda áfram að lesa Sjónvarpskaka
Döðlugott (v)
Ég veit eiginlega ekki hvar ég hef verið þegar þetta kom, sá og sigraði Ísland (kannski í Svíþjóð). Ég hef aldrei heyrt um þetta og rakst á uppskrift að þessu þegar ég var að fara í gegnum vinnutölvuna í leit að einhverju. Þegar ég sá word skjal merkt uppskriftir þá gat ég bara ekki annað… Halda áfram að lesa Döðlugott (v)