Það er fátt jafn skemmtilegt að baka piparkökur og skreyta þær með börnunum 🙂 Við systurnar eigum margar minningar frá Skagfirðingabraut, heima á Sauðárkróki, þar sem við sátum með bróður okkar og mömmu og skreyttum heilt fjall af piparkökum. Eru jólin ekki akkúrat til þess að eiga góða stundir með vinum og fjölskyldu og búa til góðar minningar?🙂
Þessi uppskrift kemur frá mömmu og er hún alveg sérstaklega meðfærileg, gott að fletja hana út og skera út fígúrur – og svo hefur okkur gengið alveg ljómandi vel að nota hana í piparkökuhús líka.
Piparkökur á la mamma
6 – 700 gr hveiti
180 gr smjörlíki (brætt) (ég nota smjör)
250 gr sykur
1 dl sýróp
2 dl kaffi (lagað)
2 tsk sódaduft (matarsódi)
2 tsk kanill
1 tsk engifer
1 tsk negull
1 tsk hjartasalt
1/4 tsk pipar
Öllu hnoðað saman.
Fletjið út og skerið út fígúrur. Bakið við 180° í 6-8 min.
Ein athugasemd á “Piparkökur”