Jól

Piparkökuhús 2012

IMG_5088

Við systurnar höfum haft það fyrir sið nokkur undanfarin ár að hittast og baka saman piparkökur og búa til okkar eigið piparkökuhús. (hér má sjá myndir af afrekum undanfarinna ára) Okkur langaði alltaf til að gera piparkökuhús sem börn og auðvitað á maður að láta draumana rætast, stóra sem smáa 😉 Síðasta helgi var piparkökuhelgin mikla 2012 – Tobba ferðaðist alla leið frá suður-Svíþjóð með dætur sínar til að láta verða af þessu 🙂

Við notum piparkökudeigið frá mömmu til húsagerðarinnar (sjá hér), það sama og við notum til að búa til venjulegar piparkökur. Til að líma húsið saman notum við „royal icing“ – en það er flórsykurblanda, búin til úr eggjahvítum, sítrónusafa og flórsykri. Þetta virkar þrælvel, er ætt og engin hætta á að brenna sig 🙂

Royal Icing

330 gr flórsykur
2 tsk sítrónusafi
2 eggjahvítur

Eggjahvíturnar og sítrónusafinn þeytt saman þangað til freyðir. Flórsykrinum bætt út í og þeytt þar til topparnir standa nokkurn vegin sjálfir. Geymið í lokuðu íláti.

Ég ætla annars bara að leyfa myndunum að tala sínu máli af verkefninu.

Húsið hannað og teiknað upp
Húsið hannað og teiknað upp
Hliðarnar skreyttar, best meðan húsið er ósamsett!
Hliðarnar skreyttar, best meðan húsið er ósamsett!

IMG_4719

Smá grýlukerti :)
Smá grýlukerti 🙂

IMG_4760

Samskeytin fegruð ;)
Samskeytin fegruð 😉
IMG_5092
Notuðum matarlímsblöð til að búa til rúður.

IMG_5086IMG_5116

Notuðum stafi til að halda þakinu uppi!
Notuðum stafi til að halda þakinu uppi!

IMG_5051IMG_5070IMG_5053

10 athugasemdir á “Piparkökuhús 2012

  1. Mér finnst þetta langflottasta húsið sem þið hafið gert – geggjað! Þið eruð ekki orðnar neitt smá pró í þessu 🙂

    1. Takk Jórunn. Okkur finnst það líka – farnar að færa okkur yfir í minimalismann núna. Börnunum fannst þetta samt ekkert spes, vantaði allt nammið!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s