Við bökuðum ekki bara stærðarinnar piparkökuhús um helgina heldur bökuðum við líka hefðbundnar piparkökur og skelltum okkur í bæjarferð. Það var eiginlega lyginni líkast að þegar Tobba lagði af stað til Stokkhólms á föstudaginn var þá byrjaði að snóa þessum líka yndislega jólasnjó. Við hefðum ekki getað beðið um jólalegri stemningu í bænum á laugardeginum 🙂 Leyfi mér að setja inn nokkrar myndir í viðbót frá helginni 🙂
Það eiga eflaust flestir „sína“ uppskrift að piparkökum en ég ætla að láta okkar fljóta með færslunni. Hún er bæði bragðgóð (mild), einstaklega meðfærileg og er mjög góð til að baka hús úr 🙂
Piparkökur á la mamma
6 – 700 grömm hveiti
180 grömm smjörlíki (brætt) (ég nota smjör)
250 grömm sykur
1 desilítri sýróp
2 desilítri kaffi (lagað)
2 teskeiðar sódaduft
2 teskeiðar kanill
1 teskeið engifer
1 teskeið negull
1 teskeið hjartasalt
1/4 teskeið pipar
Öllu hnoðað saman.













Ein athugasemd á “Piparkökur og bæjarferð”