Þessar kökur vöktu lukku í skrímsla bingói hjá dóttur minn og bókstaflega flugu út. Þær eru skemmtilega öðruvísi og heilla unga kannski svolítið meira en aldna Það sem þarf í þessa uppskrift er: – Poki af hlaup-ormum– Súkkulaðimuffins – 4-6 Oreos – Glassúr Súkkulaðimöffins 2 bollar Kornax hveiti 1,5 tsk lyftiduft 0.5 tsk matarsódi 1 tsk salt 1.5 bolli sykur 200 gr smjör/smjörlíki 1… Halda áfram að lesa Súkkulaðimuffins með ormum og oreo
Tag: Kornax
Ömmusnúðar
Hver á ekki minningu um ömmusnúða úr bernsku. Harðir að utan en mjúkir að innan, nýbakaðir, volgir og dásamlegir. Þessir eru tilvaldir til að taka með í útileguna núna í sumar. Ömmusnúðar 500 gr hveiti 200gr sykur 250gr smjörlíki 1/8 tsk lyftiduft 1/8 tsk hjartasalt 3 egg Kanilsykur 7 msk sykur 1 msk kanill Hnoðið saman öllum hráefnum, setjið degið í… Halda áfram að lesa Ömmusnúðar
Piparkökur
Það er fátt jafn skemmtilegt að baka piparkökur og skreyta þær með börnunum 🙂 Við systurnar eigum margar minningar frá Skagfirðingabraut, heima á Sauðárkróki, þar sem við sátum með bróður okkar og mömmu og skreyttum heilt fjall af piparkökum. Eru jólin ekki akkúrat til þess að eiga góða stundir með vinum og fjölskyldu og búa til góðar… Halda áfram að lesa Piparkökur
Hafrakökur með smjörkremi
Ég er búin að vera ein heima um helgina með börnunum og fannst tilvalið að nota tímann (að hluta að minnsta kosti…) til að prófa eitthvað nýtt í bakstursdeildinni. Fyrir valinu urðu (m.a.) þessar seigmjúku hafrasmákökur með smjörkremi sem ég hef oft séð á vafri mínu um veraldarvefinn. Börnin urðu gjörsamlega sjúk í þær (kannski… Halda áfram að lesa Hafrakökur með smjörkremi
Butterscotch hafrasmákökur með hvítu súkkulaði
Ég fór í búð um daginn og alveg óvart duttu 4 pokar af mismunandi súkkulaði og karamellu ofan í innkaupakerruna. Ég náði að hemja mig í tæpan sólahring þar til ég varð að prufa að baka úr þessum nýjungum. Butterscotch er eitthvað sem ég er búin að sjá í milljón sinnum í amerískum uppskriftum. Ég… Halda áfram að lesa Butterscotch hafrasmákökur með hvítu súkkulaði
Muffins með rjómaosti og hindberjasultu
Enn ein uppskriftin úr Magnolíabókinni minni 🙂 Að þessu sinni prófaði ég þessa muffins uppskrift en þau reyndust ótrúlega djúsí – alveg greinilega að rjómaosturinn í þeim var að gera sitt 😉 Finnst reyndar fyndið að í bókinni stendur að þetta hafi verið vinsælasti morgunmaturinn sem þau buðu upp á í bakaríinu, ekki alveg það… Halda áfram að lesa Muffins með rjómaosti og hindberjasultu
DÁSAMLEG RIFSBERJABAKA
Við erum með einn rifsberjarunna í garðinum sem við höfum vanalega nota uppskeruna af í sultu. Sem betur fer mundi ég eftir þessari dásamlegu rifsberjaböku í tæka tíð þetta sumarið, sá uppskriftina nefnilega fyrir nokkrum árum og gleymi alltaf að gera hana þegar rifsberin eru orðin þroskuð. Bakan brást ekki væntingum mínum – hún var… Halda áfram að lesa DÁSAMLEG RIFSBERJABAKA
Hvað er betra en nýbakað brauð
Ég er búin að baka þetta brauð nokkrum sinnum og ég verð alltaf jafn ánægð með það. Það hefur haldið sér vel en það klárast yfirleitt svo hratt að ég hef ekki tíma á því hvað það endist lengi. Næst á dagskrá verður að prufa einhverjar nýjungar eins og að að setja krydd eða fræ… Halda áfram að lesa Hvað er betra en nýbakað brauð
Járnpotta-brauð
Þetta brauð bakaði ég fyrir jól. Það tekur alveg ferlega langan tíma og þetta er ekki brauð fyrir þá sem vilja baka brauð með litlu veseni. Brauðið er þrátt fyrir vesenið (eða þökk sé því) mjög gott og er skorpan á því svona hörð og “kröntsí”. Þetta er fínt helgar verkefni 😉 Til að baka… Halda áfram að lesa Járnpotta-brauð
Sítrónu cupcakes með hindberjakremi
Sprautupokinn og stúturinn eru komin í hús 😀 Það eru litlu hlutirnir sem gera mig kjánalega mikið spennta 🙂 Ég varð að prufa og þetta var ást við fyrstu sprautun. Ég tek þessar með mér í vinnuna og byrja þannig vinnuhelgina með stæl. Sítrónu cupcake með Hindberjakremi 100 gr kornax hveiti 1 1/2 tsk lyftiduft 1/8… Halda áfram að lesa Sítrónu cupcakes með hindberjakremi