Hver á ekki minningu um ömmusnúða úr bernsku. Harðir að utan en mjúkir að innan, nýbakaðir, volgir og dásamlegir. Þessir eru tilvaldir til að taka með í útileguna núna í sumar.
Ömmusnúðar
500 gr hveiti
200gr sykur
250gr smjörlíki
1/8 tsk lyftiduft
1/8 tsk hjartasalt
3 egg
Kanilsykur
7 msk sykur
1 msk kanill
Hnoðið saman öllum hráefnum, setjið degið í poka og kælið í svolítið. Rúllið út deginu með kökukefli í ferning. Stráið kanilsykri yfir degið og rúllið því upp. Skerið niður í snúða og raðið á ofnplötu. Bakið í ca 25 min.