Smákökur

Ömmusnúðar

Hver á ekki minningu um ömmusnúða úr bernsku. Harðir að utan en mjúkir að innan, nýbakaðir, volgir og dásamlegir. Þessir eru tilvaldir til að taka með í útileguna núna í sumar.  Ömmusnúðar  500 gr hveiti 200gr sykur 250gr smjörlíki 1/8 tsk lyftiduft 1/8 tsk hjartasalt 3 egg  Kanilsykur  7 msk sykur 1 msk kanill  Hnoðið saman öllum hráefnum, setjið degið í… Halda áfram að lesa Ömmusnúðar

Gerbakstur

Epla- og karamellusnúðar

Einu sinni þoldi ég ekki gerbakstur, hann misheppnaðist alltaf, deigið var of klístrað, of þurrt, hefaði sig ekki nóg eða bara ekki neitt og var almennt bara mjög misheppnaður hjá mér. Mamma gerir heimsins bestu kanilsnúða (ég get alveg viðurkennt að mínir verða aldrei alveg jafn góðir og hennar) og það fór svo í taugarnar… Halda áfram að lesa Epla- og karamellusnúðar

Brauð og bollur · Gerbakstur

Apabrauð með kanilsykri og karamellu

Ég er búin að vera með þetta kanilkúlubrauð á todo-listanum mínum í marga mánuði og fannst tilvalið að prófa það í gær. Við fjölskyldan vorum nýkomin úr sundi (og það rándýru, eitt af því sem við söknum mikið frá Íslandi skal ég segja ykkur). Þetta er eitthvað sem kallast monkey-bread eða apabrauð í ameríku og… Halda áfram að lesa Apabrauð með kanilsykri og karamellu

Gerbakstur · Kökur · Smákökur

Kanelbullens dag

Í dag er dagur kanilsnúðsins í Svíþjóð en haldið hefur verið upp á hann allar götur síðan 1999. Tilgangurinn var annars vegar að upphefja hina miklu snúðahefð sem finnst í Svíþjóð en einnig að auka neyslu á geri, hveiti, sykri og smjörlíki (já, nei takk – við höldum okkur við smjör á þessu heimili). Ég… Halda áfram að lesa Kanelbullens dag

Gerbakstur

Snúðarnir hennar Pioneer Woman (eða þegar Stína bakaði risasnúða).

Ég á mér tvær uppáhálds snúðauppskriftir, uppskriftina hennar Unni frá Noregi og svo uppskriftina frá Pioneer Woman (sem mér skilst að sé nú ekkert "hennar" en það er nú önnur og mikið lengri saga 😉 ) . Ég er búin að baka Pioneer uppskriftina mjööööög oft og hún slær alltaf í gegn, fyrir mér er… Halda áfram að lesa Snúðarnir hennar Pioneer Woman (eða þegar Stína bakaði risasnúða).

Gerbakstur

Norskir kanilsnúðar og nýjar áskoranir :)

Nú eru bara örfáir dagar eftir af árinu og þar með áskoruninni sem ég og Tobba systir tókumst á hendur. Hún var semsagt að prófa eina nýja uppskrift að köku eða öðru sætabrauði fram að jólum 2012. Í desember breyttum við svo aðeins um stefnu og bökuðum bara jólatengdar kökur í nokkrar vikur 🙂 Ég… Halda áfram að lesa Norskir kanilsnúðar og nýjar áskoranir 🙂

Brauð og bollur · Gerbakstur

Sænskir kanilsnúðar

Þegar við systurnar vorum litlar fékk fjölskyldan au-pair frá Noregi. Hún kom með meðsér uppskrift af norskum kanilsnúðum sem hafa verið bakaðir ótæpilega oft síðan þá - þetta voru sennilega snúðarnir sem gerðu okkur að bulla-(og kanil)fíklum! Allir vita að við systurnar erum miklir kanilaðdáendur og núna þegar ég er að heimsækja Stínu í sænska… Halda áfram að lesa Sænskir kanilsnúðar