Gerbakstur

Kanelbullar með sírópi

IMG_0208

Ég elska kanil, elska – elska – ELSKA. Ég er jafnvel farin að ganga svo langt að setja hann í matinn minn. Ég eins og systir mín, bý í Svíþjóð, Lund til að vera nákvæm. Í einhverri búðarferðinni rétt eftir að við fluttum hingað tók ég uppskrifapésa í bökunarvörudeildinni og pésinn er búinn að væflast um eldhúsið síðan þá. Í dag var dagurinn til að láta verða að því að baka kanilsnúðana sem biðu mín á pésanum.

Ég var byrjuð að hnoða deigið þegar ég áttaði mig á því að ef ég ættlaði ekki að vera búin með alla snúðana sjálf áður en heimilisfólkið kæmi heim þyrfti ég að fá mér eitthvað hollt og gott í morgunmat.

IMG_0145
Hafragrautur með kanil og banana er góð leið til að byrja daginn

Við systurnar erum komnar langleiðina með að baka allar varíasjónir af kanilsnúðum. Það sem er sérstakt við þessa uppskrift er að í henni er síróp, því er haldið fram á pésanum að snúðarnir verði léttari og meira flöffí ef maður notar síróp. Þessir snúðar eru alveg að slá í gegn hjá fjölskyldunni sem kann mér góðar þakkir fyrir að muna eftir hafragrautnum 😉 Þessir verða pottþétt bakaðir aftur á þessu heimili.

Kanelbullar

U.þ.b. 48 snúðar

150 gr smjör
5 dl mjólk
50 gr ferskt ger eða 5 tsk (12 gr) þurrger
1/2 tsk salt
1 dl síróp
1/2 dl sykur
2 tsk kardimommukrydd
ca 13 dl hveiti

Fylling
100 gr smjör
1 dl sykur
2 msk kanill

Egg
Perlusykur

Bræðið smjörið í potti, bætið mjólkinn við og hitið að 37°c. Setjið 3/4 af hveitinu, salt, sykur, kardimommur og síróp í skál. Hnoðið vökvan saman við. Hnoðið þar til degið hættir að vera klístrað, látið deigið hefast í að minnsta kosti 30 mín.


IMG_0151

Á meðan deigið lyftir sér er tilvalið að hræra saman smjörinu, sykrinum og kanillnum fyrir fyllinguna.

IMG_0164

Skiptið deiginu í tvo helminga og hnoðið þar til deigið er tilbúið til þess að vera flatt út. Fletjið deigið út og smyrjið á það helmingnum af fyllingunni. Rúllið upp deiginu og skerið niður. Hérna í Svíþjóð tíðkast það að setja kanelbullar í sérstök kanelbullar form, þau eru  lægri og með breiðari botni en muffins form. Það er ekki nauðsynlegt að nota þessi form en þau setja svoldið sænskan fíling á snúðana 🙂

IMG_0173h
Hér má sjá smámálið mitt sem er ljómandi fínn hjálparkokkur

Endurtakið með seinni deighelminginn. Kveikið á ofninum á 250°c Látið snúðana standa undir viskustykki í 30 min til að hefast aðeins meira. Penslið snúðana með eggi og stráið perlusykri yfir. Bakið í 8-10 min.

IMG_0188

 

_ _ __ _ __ _ __ _ __ _ __ _ _

Langar þig að kíkja á fleiri snúðauppskriftir?

1. Norskir kanilsnúðar
2. Amerískir kanilsnúðar (clone of a cinnabon)
3. Sænskir kanilsnúðar
4. Kanillengja (ok, strangt til tekið ekki snúðar en sama pæling og minni vinna 😉

2 athugasemdir á “Kanelbullar með sírópi

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s