Brauð og bollur · Muffins

Tacomuffins

taco muffins

Ég er lengi búin að pæla í því að prófa að gera „sölt“ muffins, þ.e. svona matarmuffins í staðin fyrir sæt muffins. Í nýjasta hefti Hembakat var uppskrift að tacomuffinsum með skinku (reyndar glútenlaust en ég reddaði því nú snarlega). Ég ákvað að prófa þau í vikunni og mér fannst þau heppnast vel. Ég held reyndar að osturinn sem ég notaði hafi verið full bragðdaufur (það verður seint sagt um sænskan brauðost að hann rífi í bragðlaukana 😉 ) og svo gleymdi ég að setja ost ofan á þau sem var held ég dálítið atriði. En mjög góð og fljótleg leið til að hafa smá ferskt brauðmeti með súpu án þess að þurfa að fara í hnoða og hefa pakkann 🙂  Ég á klárlega eftir að prófa fleiri svona uppskriftir fljótlega.

Tacomuffins með skinku

5 dl hveiti (ég notaði 3 dl heilhveiti og 2 dl hvítt).
2 tsk lyftiduft
2 tsk tacokrydd
75 gr bráðið smjör eða olía
100 gr rifinn ostur (því bragðsterkari, því betra)
2 dl ab mjólk eða súrmjólk
2 egg
100 gr reykt skinka, smátt skorin.

Stillið ofninn á 225 gr c.

Blandið hveiti, lyftidufti og tacokryddi saman.

Blandið smjöri, súrmjólk, 2/3 af  rifnum osti, eggjum og skinku saman.

Blandið öllu saman (hveiti og ostblöndu) með sleikju.

Mótið kúlur og setjið í muffinsform. Ég fékk 12 sæmilega stór muffins úr þessu. Setjið restina af ostinum ofan á muffinsin.

Bakið í ca. 12 – 15 mínútur.

Taco muffins
Ef einhver hefur hingað til haldið að hér væri allt í röð og reglu þegar ég baka þá afsannast það hér með. Ég er semsé EKKI týpan sem geng frá jafnóðum og ég er búin að nota hlutina…

Ein athugasemd á “Tacomuffins

  1. Hæ, mig langar rosalega ađ prófa þessa uppskrift, en èg bý í UK og þađ er ekki til súrmjólk nè ab-mjólk hèrna. Heldur þú ađ grískt jógúrt myndi virka í stađin? Takk, Rakel.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s