Ég hef örugglega sagt söguna af því hér áður þegar ég var vonlaus gerbakari – það misheppnaðist bókstaflega allt sem gat misheppnast þegar ger kom á e-n hátt við sögu hjá mér. Á endanum var þetta farið að fara svo í taugarnar á mér að ég ákvað hreinlega að ná tökum á gerbaksturslistinni og í… Halda áfram að lesa Pestó- og ostasnúðar
Tag: ostur
Ostabrauð
Ég held í alvöru að þetta sé eitthvað það besta brauð sem ég hef bakað á ævinni. Uppskriftin lýsti því sem “lyxigt” sem mér fannst svona rétt hæfilega vemmilegt en eftir að við fjölskyldan hámuðum það í okkur með tómatsúpu á methraða þá held ég að ég neyðist til að taka undir þetta – þetta er… Halda áfram að lesa Ostabrauð
Skinkuhorn
Skinkuhorn eru vinsæl í barnaafmæli og veislur. Einnig er tilvalið að baka þau til að frysta og eiga til þegar gesti ber að garði 🙂 Skinkuhorn 5 dl mjólk 15 gr þurrger (50 gr ferskt ger) 60 gr sykur 720 gr hveiti (14 dl) 1/2 tsk salt 150 gr smjör við stofuhita Skinka Ostur að eigin… Halda áfram að lesa Skinkuhorn
Innbakað nautahakk
Það kannast örugglega allir við að detta niður í algert hugmyndaleysi í eldhúsinu og elda það sama viku eftir viku eftir viku. Við erum búin að vera ganga í gegnum slíkt tímabil að undanförnu þannig að ég ákvað að taka mig (okkur) á og fara að leita að smá innblæstri á netinu. Það var einmitt… Halda áfram að lesa Innbakað nautahakk
Grillbrauð
Ég held ég hafi síðast fengið svona grillbrauð (eða pinnabrauð eins og þau kallast víst á sænsku) einhvern tíman í kringum 1992! Rakst svo á uppskrift að þeim í Hembakat og stóðst ekki mátið að prófa núna í vikunni. Þau voru eiginlega hættulega góð, við settum "smávegis" smjör á þau og þau hurfu á ógnarhraða… Halda áfram að lesa Grillbrauð
Makkarónur með osti (Mac and cheese)
Ég held maður þurfi að vera algerlega ónæmur fyrir áhrifum amerískra fjölmiðla á mann til að vita ekki hvað makkarónur með osti er. Það hefur sennilega verið eftir að ég sá/heyrði talaði um þetta í u.þ.b. þúsundasta skiptið sem ég ákvað að finna uppskrift til að prófa fyrir mörgum árum. Þetta er klárlega svona "what's… Halda áfram að lesa Makkarónur með osti (Mac and cheese)
Pizzabotn
Þegar maður er búinn að finna uppskrift að heimalagaðri pizzu sem virkar fyrir mann þá sleppir maður ekki af henni hendinni svo glatt. Heimabökuð pizza er dásamlega góður matur, frábær leið til að elda saman og það besta er að allir geta fengið eitthvað við sitt hæfi. Þessa uppskrift er að finna í Bonniers kokbok. Pizzabotn… Halda áfram að lesa Pizzabotn
Enchilada með kjúkling
Þessa uppskrift er að finna í Ostalist-bók sem er til heima hjá mömmu og pabba. Ég man óljóst eftir því þegar ég og Stína elduðum þetta saman fyrst, ég held jafnvel að það hafi verið þegar við bjuggum á Skagfirðingabrautinni ( semsagt fyrir mjög mörgum árum síðan). Í minningunni var þetta rosalega flókinn réttur að… Halda áfram að lesa Enchilada með kjúkling
Eplakaka með osti (uppáhálds eplakakan mín!)
Fyrstu eplakökuna mína bakaði ég einhvern tíman þegar ég var unglingur. Ég fann uppskrift í einhverjum uppskriftapésa frá MS sem kallaðist "fljótleg eplakaka" sem greip athygli mína. Ég veit eiginlega ekki hverjum dettur í hug að kalla eplaköku (hvernig sem uppskriftin svosem er) fljótlega. Það er EKKERT fljótlegt við að flysja, kjarnhreinsa og skera… Halda áfram að lesa Eplakaka með osti (uppáhálds eplakakan mín!)
Tacomuffins
Ég er lengi búin að pæla í því að prófa að gera "sölt" muffins, þ.e. svona matarmuffins í staðin fyrir sæt muffins. Í nýjasta hefti Hembakat var uppskrift að tacomuffinsum með skinku (reyndar glútenlaust en ég reddaði því nú snarlega). Ég ákvað að prófa þau í vikunni og mér fannst þau heppnast vel. Ég held… Halda áfram að lesa Tacomuffins