Brauð og bollur · Gerbakstur

Grillbrauð

Grillbrauð

Ég held ég hafi síðast fengið svona grillbrauð (eða pinnabrauð eins og þau kallast víst á sænsku) einhvern tíman í kringum 1992! Rakst svo á uppskrift að þeim í Hembakat og stóðst ekki mátið að prófa núna í vikunni. Þau voru eiginlega hættulega góð, við settum „smávegis“ smjör á þau og þau hurfu á ógnarhraða ofan í fjölskyldumeðlimina. Mæli með að prófa þessi með næstu grillmáltíð 🙂

Grillbrauð

Grillbrauð

4 dl vatn
25 gr ferskt ger EÐA 2,5 tsk þurrger
1,5 tsk salt
1 tsk sykur
1 msk oregano
2 dl rifinn ostur
Ca 10 dl hveiti

Leysið ferska gerið upp í vökvanum (eða stráið þurrgerinu beint út í hveitið). Setjið salt og sykur út í vökvann og hrærið. Setjið oreganó, ost og hveiti út í vökvann og hnoðið vel, þar til deigið er slétt og fínt. Látið hefa sig í ca. hálftíma (ég sleppti hefuninni og mér fannst það ekki koma að sök).

Skiptið deiginu í 10 – 12 bita. Búið til aflangar „pylsur“ úr deiginu, nokkuð langar sem síðan eru vafðar utan um grillspjót (eða jafnvel utan um pylsu  🙂 ) Grillið brauðin, og snúið reglulega þar til þau eru orðin gullinbrún og fín. Erfitt er að gefa upp nákvæman tíma þar sem grill eru misheitt, passa bara að fylgjast vel með.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s