Annað

Árin mín tvö í Lund

Við systurnar byrjuðum með þetta blogg þegar ég var nýflutt til Svíþjóðar með fjölskylduna mína. Nú er svo komið að við erum að flytja aftur heim til Íslands. Þetta blogg hefur að öllu leiti snúist um uppskriftir og lítið fengið að fljóta með af fréttum úr okkar persónulega lífi. Mig langar til að taka þessi tvö ár saman og deila með ykkur 🙂

 

IMG_7996Við fluttum til Lundar vegna þess að sambýlismaður minn fékk inn í háskóla Lundar til að nema íþróttasjúkraþjálfun á mastersstigi. Ég var í fæðingarorlofi eins og Stína og fannst okkur þetta skemmtileg áskorun að halda útiIMG_8085 bloggi um það sem við erum að bralla í eldhúsinu. Ferðalag fjölskyldunnar byrjaði hjá Stínu og vorum við hjá henni í nokkra daga þegar ákvörðunin um að byrja kökublogg var tekin. Ég er ekki viss um að ég hefði tekið svona vel í þessa hugmynd ef ég hefði vitað hvað eldhúsið er lítið í íbúðinni sem við vorum að flytja í 🙂 Þetta eldhús er mikið minna en það sem ég hef vanist, en furðulegt nokk þá er hefur það rosalega mikið geymslupláss. Vandamálið fólst kannski helst í því að það mátti ekki vera einn einstakur hlutur ekki á sínum stað eða óhreint leirtau og þá var eldhúsið á hvolfi.

IMG_9867

 

 

Reyndar á þetta við um alla íbúðina en hún er í heildina 58 fm.

 

 

Þegar við komum var Eldrún Lilja 3 mánaða og Ágústa Rós 6 ára. Við fluttum hingað í september 2012 og ég var í fæðingarorlofi þangað til í desember. Ágústa byrjaði í skóla og var farin að tala svolitla sænsku og skilja ágætlega um jólin. Ég nýtti tíman minn að einhverju leiti í að læra sænsku líka þar sem allar atvinnuauglýsingar fyrir hjúkrunarfræðinga tóku það skýrt fram að sænska væri skilyrði.

 

 

IMG_2493Ég byrjaði svo að vinna í apríl á háskólasjúkrahúsinu hérna í Lund. Mig hlakkaði mikið til að umgangast fullorðið fólk og hafa ástæður til að baka ofaní vinnufélagana. Kannski var ég bara svona óheppin en flestar stelpurnar ég var að vinna með voru bara ekki jafn miklir kökugrísir eins IMG_3547og ég, baksturinn varð því ekki jafn mikill og ég hafði hugsað mér. Það var ótrúlega skemmtilegt að vinna á stóru sjúkrahúsi en ég entist þó ekki nema hálft ár þar sem ég varð ólétt af Birni Aski.

 

Björn Askur fæddist í nóvember 2013, þá var Eldrún Lilja 18 mánaða og ég verð að viðurkenna að það er alveg full vinna að sjá um þessa gorma og því ekki komið mikið af uppskriftum frá IMG_3252mér á bloggið undanfarna mánuði. Ég er samt svo mikill kökugrís að eitthvað hefur ratað hingað inn. Ég hef alveg verið liðtæk í eldhúsinu en það verður enhvernvegin þannig að sama gamla uppskriftin sem maður er búinn að baka 300 sinnum verður fyrir valinu þegar tíminn er naumur og kökuskrímslinu vantar eitthvað gott.

 

 

 

IMG_5802Halli kláraði námið sitt núna í júní og ég gæti hreinlega rifnað af stolti hann stóð sig svo vel drengurinn 🙂

Við tókum ákvörðun um það að flytja heim til Íslands og síðan þá er ég búin að fara marga hringi í hausnum á mér hvort þetta sé rétt ákvörðun og ég held barast að þetta sé það rétta fyrir okkur núna.

 

Allt i allt þá er ég búin að njóta þess að vera hérna í Lund. Það sem ég kem til með að sakna mest héðan er matvöruúrvalið, veðrið og almenningssamgöngurnar. Ég hlakka til að koma heim og byrja að blogga um matseld og bakstur úr nýju eldhúsi á Sauðárkrók 🙂

 

 

 

 

IMG_5648

 


IMG_5756

 

IMG_2256

 

IMG_2251

 

 

 

 

IMG_5865

2 athugasemdir á “Árin mín tvö í Lund

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s