Eftir vinsældir sítrónukladdkökunnar hér á heimilinu langaði mig að prófa fleiri tegundir af þessari uppáháldsköku margra Svía. Fann eina sem öskraði á mig á hembakat, ég meina kanilsnúðakladdkaka? Af hverju hverju var ég ekki búin að prófa hana fyrr? Skil þetta bara ekki! Ég bakaði hana óvart aðeins of lengi, kladdkökur á alls ekki að baka í… Halda áfram að lesa Kanilsnúða-kladdkaka
Tag: svíþjóð .
Piparköku-kladdkaka
Ég er aðeins farin að leyfa mér að prófa smá jóla/aðventu-bakstur þó að enn sé langt til jóla . Hér í Svíþjóð virðist önnur hver jólauppskrift vera með piparkökukryddum og kannski er ég bara búin að vera hérna of lengi en allt í einu hljóma allar þessar uppskriftir dásamlega girnilega í mín eyru 😀Þessa kladdkökuuppskrift… Halda áfram að lesa Piparköku-kladdkaka
Lakkrískladdkaka
Lakkrís þemað heldur áfram 🙂 Þrátt fyrir að Svíar elski kladdkökurnar sínar bakaði ég samt aldrei kladdköku þegar við bjuggum í Svíþjóð. Það var ekki seinna vænna að prufa þennan þjóðarrétt og vorum við ekki svikin, hún er SÚPER fljótleg og gott lakkrís bragð af henni.
Árin mín tvö í Lund
Við systurnar byrjuðum með þetta blogg þegar ég var nýflutt til Svíþjóðar með fjölskylduna mína. Nú er svo komið að við erum að flytja aftur heim til Íslands. Þetta blogg hefur að öllu leiti snúist um uppskriftir og lítið fengið að fljóta með af fréttum úr okkar persónulega lífi. Mig langar til að taka þessi tvö… Halda áfram að lesa Árin mín tvö í Lund
JARÐARBERJATERTA MEÐ VANILLUKREMI OG ÞEYTTUM RJÓMA
Ég hef örugglega sagt frá því áður hérna en midsommar stendur eiginlega jafnfætis jólunum hjá Svíum. Fólk flykkist helst út í sveit til að hitta slektið og borðar síld, nýuppteknar kartöflur, jarðaber, drekkur snafs og syngur drykkjuvísur. Ég hef aldrei bakað ekta midsommartertu áður, í það minnsta ekki svo ég muni. Ég ákvað að láta… Halda áfram að lesa JARÐARBERJATERTA MEÐ VANILLUKREMI OG ÞEYTTUM RJÓMA
Jarðarberjaterta með vanillukremi og þeyttum rjóma
Ég hef örugglega sagt frá því áður hérna en midsommar stendur eiginlega jafnfætis jólunum hjá Svíum. Fólk flykkist helst út í sveit til að hitta slektið og borðar síld, nýuppteknar kartöflur, jarðaber, drekkur snafs og syngur drykkjuvísur. Ég hef aldrei bakað ekta midsommartertu áður, í það minnsta ekki svo ég muni. Ég ákvað að láta… Halda áfram að lesa Jarðarberjaterta með vanillukremi og þeyttum rjóma
Saffran-bollur (Lussekatter)
Þegar við fjölskyldan fluttum til Svíþjóð í fyrra skiptið smökkuðum við auðvitað hina margfrægu Lussu-ketti, þ.e. saffransbollur. Mér fannst þetta dálítið spes bakkelsi, svona til að vera alveg hreinskilin. En núna er ég alveg dottin á bólakaf í Lussu-pottinn, og að ég held öll fjölskyldan. Strákarnir fengu snúða með saffrani í haust og þá heyrðist… Halda áfram að lesa Saffran-bollur (Lussekatter)
Kanelbullens dag
Í dag er dagur kanilsnúðsins í Svíþjóð en haldið hefur verið upp á hann allar götur síðan 1999. Tilgangurinn var annars vegar að upphefja hina miklu snúðahefð sem finnst í Svíþjóð en einnig að auka neyslu á geri, hveiti, sykri og smjörlíki (já, nei takk – við höldum okkur við smjör á þessu heimili). Ég… Halda áfram að lesa Kanelbullens dag
Kladdkaka með daim-súkkulaði.
Á eftir kanilbullum hefur mér sýnst að kladdkaka sé vinsælasta bakkelsið í Svíþjóð. Kladdkökur eru til í ótal-útfærslum og ég sé reglulega á netinu keppnir í að búa til nýjar útgáfur af þessari köku. Kladdkaka er eiginlega sænska útfærslan á því sem Kanar kalla "brownies", fyrir þá sem ekki vita hvernig kaka þetta er (sem… Halda áfram að lesa Kladdkaka með daim-súkkulaði.
Kærleiksbitar
Frumburðurinn varð 10 ára í vikunni og þá getur maður að sjálfsögðu ekki vikist undan því að baka súkkulaðiköku. Ég nenni nú ekki alltaf að gera þriggja hæða, konfektmonster og hvað þá í miðri viku og langaði bara að gera einhverja einfalda köku enda finnst krökkum það oft best. Ég ákvað þ.a.l. að prófa að… Halda áfram að lesa Kærleiksbitar